Blanda - 01.01.1928, Page 124
ii8
skjótt á fætur aptur, með keyri sinu. En er á leiS
nóttina, tók Stefán æriö að syfja; studdist hann
þá fram á baggana og sofnaði létt. Þótti honum þá
koma til sín maður í grárri úlpu og sagði við hann:
„Viltu ekki koma til mín?“ Vaknaði Stefán við það,
•og þóttist sjá á eptir honum út í hriðina. Sagði Ste-
fán þá, að hann skyldi fara bölvaður. Fór og allur
svefn af Stefáni. Tók nú lítið eitt að rjúfa veðrið,
svo hann sá til lopts í einum stað; var þá og komið
undir dag. Fór hann nú að leggja upp, og mátti
einn vinna að því, er förunautur hans gat naum-
ast staðið undir. Var nú hálf þingmannaleið eptir af
heiðinni; komust þeir það um daginn, og ofan að
Heiðarbót, næsta bæ undir heiðinni. Skildi Stefán
þar eptir hestana og förunaut sinn, er þá var mál-
laus orðinn, en þó ekki til skemmda kalinn. Stóð
hann þar ekki við sjálfur, en reið meira en hálfa
þingmannaleið yfir Laxá1) og heim að Rauðaskriðu
um kveldið, en hríðin varaði í viku þar eptir.
Þá Stefán hafði verið nokkur ár í Rauðaskriðu,
vígðist hann til Presthóla fyrir aðstoðarprest2) séra
Jóni yngra Þorvaldssyni, er var dóttursonur séra
Sigurðar skálds Jónssonar, og höfðu þeir ættmenn
verið þar prestar hver eptir annan. Séra Jón Þor-
valdsson átti Helgu Sigfúsdóttur, systur Jóns prests
í Saurbæ í Eyjafirði, og voru dætur þeirra Þórunn
og Þórdís. Fékk Stefán prestur Þórunnar, átti með
henni 2 dætur, Þorbjörgu3) og Gróu. Dó Þórunn,
1) Hér b. v. í hdr.: „og Skjálfandafljót nær ófaert“, en
f>að er rangt, því að Rauðaskriða er austan fljótsins en ekki
vestan.
2) Hann var vígður 1743, á 23. ári.
3) Hún var fyrsta kona séra Stefáns Lárussonar Schev-
ings í Presthólum. Andaðist 1788, tæplega fertug, 9 árum
á undan föður sínutn.