Blanda - 01.01.1928, Page 129
123
Lítt segja menn, a<5 Stefáni prófasti og Árna Þór-
arinssyni Hólabiskupi væri til vina, því biskup var
ærið bráðlyndur og orðör, en Stefán prófastur mikil-
hæfur og heldur svakafenginn við öl. Hann kvaS,
þá hann frá lát Árna biskups (1787):
Sit eg kyr [og svo við þreyi3),
sizt harmandi missirinn,
aldrei fyr en dóms á degi
dauður standi biskupinn.
Stefán prófastur var þrekmaður mikill. Var það
siður hans, að hann reið jafnan berhentur, þó i vetrar-
hörkum væri, þar til einu sinni, er hann var gamall
orðinn, kól hann þá lítiS eitt á fingurgóma, er hann
var á ferð í hríð mikilli; bar það þá við eptir það,
að hann hafði vöttu. Hann var vitur maður og vel
lærður á þeim dögum, talaði latínu sem móðurmál
sitt. Var það siður hans, þá prestar eða lærSir menn
íieimsóttu hann, að hann mælti jafnan við þá á lat-
»nu; kom þá hjá sumum þeirra ekki nema orð á
stangli, þar sem honum varð hvergi stanz. Ræðumað-
nr var hann góður, en heldur raddstirður. Hann orti
og jafnan vísur, er flestar munu týndar vera, því litt
munu ritaðar verið hafa, en þó má telja þær, er eptir
eru í mannaminnum.
Einu sinni kom hann út í kirkjugarð, þá verið var
að taka þar gröf, og kom upp gröptur mikill. Mælti
hann þá fram vísur þessar:
Beinafans hér fáum séð,
fríðleiksglansa þrotinn,
vart iná stanza virða geð,
vor skulu danza í leikinn með.
3) [ en syrg þó eigi, breyting utanmáls.