Blanda - 01.01.1928, Page 139
133
mörgum, og kva'S hún þá ungu mennina eiga aÖ
fara eins aÖ. — Jón Andrésson var hár maÖur, en
heldur grannur, karlmannlegur sýnum, og þó frem-
ur fríður, meÖ svo mikið skegg, aÖ þaÖ huldi nálega
alla bringuna, og lá út á axlir. Hann var fremur
smáeyg'Öur, en augun svo hörö og hvatskeytleg, að
kjarklitlir menn stóÖust ekki augnaráÖ hans. Hann
var snar í öllum hreyfingum og iöaöi allur af fjöri,
enda átti hann vart sinn líka sér samtíÖa i fimleik
og hlaupafráleik. Snorri bóndi Magnússon í VíÖi-
vallagerði í Fljótsdal1) jafnaöist nokkuÖ á viÖ hann
í hlaupum. Eitt sinn kom Snorri norður i Vaðbrekku
til Jóns, því aÖ þeir voru beztu vinir. Um morgun-
inn, er þeir voru nýrisnir úr rekkjum sínum og
komnir út á hlað, segir Snorri við Jón: „Eigum við
uú eldci að hlaupa suður yfir ána og upp á brúnina
hinumeginn, og vita hvor fljótari verður.1’ „Það skul-
um viö gera,“ segir Jón. Þeir af stað yfir ána og
upp fjallið, það er ekki mjög bratt, með hjöllum, en
krattar brekkur á milli, og nokkuð hátt. Þeir voru
hnífjafnir upp á brúnina. Svo hlupu þeir ofan aptur
°g komu jafnir i hlaðvarpann. Jón stöðvast ekki, held-
ur hleypur upp framan undan bænum eða bæjargarð-
inum og upp fjallið fyrir ofan bæinn; það er ein
krekka og hún brött og nokkuð há. Snorri hleypur
a eptir, en þá er hann kom á brúnina var Jón 4 faðma
fyrir neðan. Þá sagði Jón: „Eg hugsaði, að þú vær-
'r maður en ekki bölvuö tóa.“ Snorri var kraptamað-
Ur °g þolinn, en Jón hafði verið heldur kraptalítill
eptir vexti. — Það er til dæmis um, hversu Jón var
snar og snöggur í viðbragði, að hann hljóp á tóu í
V;dþjó fsstaðateignum, hún var niðri i grafningi og lá
1) Snorri dó á Þuríðarstöðum 14. sept. 1832, talinn 81
ars> en hefur ekki verið eldri en 78 ára.