Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 140
134
á sauð og var a'S jeta hann. Jón var á kirkjuleiÖ metS
öðru fólki, og eg hef heyrt, að hann hafi hlaupið
upp tóu, hlaupið á eptir henni þrisvar sinnum brúna
á milli á A'ðalbólsvegi, og er þó heiðin þar hálf þing-
mannaleið, en hvort það er satt veit eg ekki. Jón
stökk jafnfætis yfir hest og jafnfætis yfir tunnu, og
eins aptur á bak. — Þá átti Jón einnig að hafa átt
mök við útilegumenn, og voru nokkur sönn rök til
þess, meðal annars, að bandaförin sáust yfir úlnlið-
ina á honum, sem hann bar örin eptir til dauðans.
Hann var ásamt Eiríki bónda á Aðalbóli1) í álpta-
slagi inn og vestur á Fit svokallaðri á Vesturöræfum.
þar sem jökullinn hljóp nú yfir 1890. Eiríkur dó
skömmu eptir þá ferð, og var sagt, að hann hefði
aldrei náð sér til heilsu eptir það. En það gat enginn
nokkru sinni veitt upp úr Jóni, að segja neitt greini-
lega frá þvi, því að þótt hann fengist til að ympra
eitthvað á því, er hann var hreyfur af víni, þá hafði
hann ávallt sagt: „Og eg skal þegja, eg skal þegja.“
Einu sinni sagði hann: „Haldið þið, piltar, að það
hafi ekki verið hraustur maður, sem einn batt Eirík
bónda á Aðalbóli, og sá fljótur, sem hljóp mig upp
á fyrsta spretti.“ Og það komust menn næst, að þess-
ir tveir útilegumenn hefðu bundið þá báða, Jón og
Eirík, horfið svo burtu tímakorn, en á meðan nag-
aði Jón böndin af Eiríki, og gátu svo leyst sig. Svo
skildist það á Jóni, að 4 hefði komið aptur, og þá
hefði komizt á samningur milli þeirra, og þeir (J. og
E.) hefðu orðið að sverja hinum eið, að segja ekki
til þeirra. Eg talaði dálítið við rnann nokkurn, sem
var eitt ár vinnumaður hjá föður minum (Sveini
1) Eiríkur var Sigurðsson, dó 12. des. 1814, 36 ára, eptir
3 ára veikindL ViCskipti Jóns og Eiriks við útilegumennina
hafa því átt að vera um 1810.