Blanda - 01.01.1928, Side 141
i35
Pálssyni á BessastöíSum). Hann hét Erlendur Guö-
inundsson, bróðurson og fósturson Jóns í Vaðbrekku.
Hann sagði mér, að fóstri sinn hefði haft þann sið
um nokkur ár, er hann sló tún sitt, að skilja eptir
ósleginn blett, framan undir bænum, þar sem loðn-
ast var, svo sem 2—4 faðma á hvern veg, og á út-
engjaslætti, eða þá er nótt tók að dimma, hefði hann
stundum sagt við fólk sitt, að það skyldi ekki lcæra
sig um að fara á flakk, fyr en hann sjálfur ávarp-
aði það, en þessa sömu morgna var rótnagaður upp
töðubletturinn af hestum. Jón svaf alténd einn fram
5 dyralopti á sumrin. Erlendur sagðist eitt sinn hafa
tekið eptir þvi, að horfið hefðu úr dyraloptinu 2 mjöl-
hálftunnur, sem þar hefðu staðið, bundnar í pokum
írá því á kauptíð um sumarið, og Erlendur sagði
wér, að hann hefði séð atgeir á kistubotni hjá fóstra
sínum, og meira vissi nú Erlendur ekki.
Það var haustið 1838,x) að Eirikur Sveinsson,
hróðir minn, fór í fjallreið í Rana, veiktist í göng-
unni, komst að Aðalbóli og lá þar 3 vikur; þó komst
hann á fót aptur og heim til sín, en sló niður og dó
þá, 20 ára.2) Eina nóttina, sem hann var á Aðal-
hóli, bar svo við, að hundar tóku að ólmast með gelti
°S ólátum fram við bæjardyrahurð, og var þar ekki
neitt heima við bæ, sem menn vissu, að hundar gætu
glaðst af. Um morguninn fór ærsmali að hleypa sam-
an kvífénaði, en þegar hann kom fram i Nesið sá
hann slóðir eptir 4 trjádráttarhesta, því frosthéla
hafði fallið á, og gekk hann slóðina inn hjá Faxahús-
nm, og hafði hún stefnu til Glúmsstaðadals. En Árni
hóndi Jónsson á Aðalbóli trúði laust sögu smala síns,
°g gekk af stað sjálfur með einn vinnumanna sinna
r) Mun eiga að vera 1839.
2) Hann andaðist 18. febr. 1840.