Blanda - 01.01.1928, Page 142
136
fram í Nes, og sá þá, að þetta var satt. Fann hann
Jón á Vaðbrekku, en hann vissi ekki neitt, fremur
en vant var. Þessi saga er þó sönn, því að Arni bóndi
á A'ðalbóli var of vandaður til að bera fram ósann-
indi. — Eg sá Jón á Vaðbrekku tvisvar, fyrst þá er
eg var drengur á 9.—10. ári. Var eg þá í kirkju á
Valþjófsstað, og gengu þá 2 menn inn kirkjugólf-
ið, á ljósbláum prjónapeysum silfurhnepptum, dökk-
um stuttbuxum og mórauðum sokkum. Það voru
þeir Jón Andrésson og Snorri Magnússon, er fyr
var getið. Eg varð hálfhræddur og hugsaði, að þetta
væru sannarlega útilegumenn, því að eg hafði heyrt
talað um þá opt, og lengi muna börnin stendur þar.
Eg sá Jón síðar, þá er eg var á 18. ári, þá var hann
70 ára, og fylgdi mér þá gangandi frá Vaðbrekku
og í AÖalból, og hoppaði hringinn í kringum mig af
fjöri. Hann dó í mislingunum 1846, rúmlega hálf-
áttræður að aldri. Hann átti 4 dætur, sem allar gipt-
ust, og er margt fólk af þeim komið.
2. Frá Poka Þórði.
Þórður, faðir Arna ríka á Arnheiðarstöðum, var
kominn frá Guðrúnu dóttur Þorsteins jökuls, bónda
á Brú á Jökuldal.1) Hann kom eitt sinn norðan úr
Þingeyjarsýslu að Möðrudal á Fjöllum, og gisti þar
nótt. Þá var þar prestur séra Narfi.2) Þórði er vís-
að í skála um kveldið, og látinn sofa þar um nótt-
1) Þetta mun ekki rétt. Þórður var son Árna Þorleifs-
sonar á Móbergi í Langadal, er var sonarson Jóns lögmanns
Sigurðssonar.
2) Séra Narfi Guðmundsson (f um 1700) var prestur í
Möðrudal 1672—1685, einkennilegur maður og haldinn marg-
vís.