Blanda - 01.01.1928, Page 144
138
ingarskepna á hækjum sínum niÖur á milli sætanna,
og liaftSi einhverja skuplu utan um höfuðið og svaf
og hraut. Þórður þreifar nú til skuplu kerlingar og
lagar til í hvirflinum, og pissar nú ofan í kollinn
á kellu. Kerling vaknar við vondan draum, hljóðar
upp og spyr hver djöfullinn rnigi ofan í hausinn á
sér. Þórður anzar engu, en gengur aptur til sætis síns.
En þegar messu er lokið gefur prestur Þórði áminn-
ingu íyrir það, að hann hafi gert hneyksli í kirkj-
unni, og það sé ekki þolandi, en Þórður hefur svör
fyrir, og segir, að einhversstaðar verði maður að
kasta af sér vatni, og allir geti ekki setið svo lengi
1 kirkju, að þeir þurfi eigi þess með, og segist vera
einn af þeim, og svo muni ef til vill fleiri vera, en
prestur þagði við því. Fór Þórður næstu helgi til
kirkju og hefur nú koppinn sinn undir hendinni, og
gengur með hann inn kirkjugólf, og setur hann undir
bekkinn hjá sér, og þegar prestur er kominn nokkuð
fram í ræðu, stendur Þórður upp og tekur nú kopp-
inn og fer að pissa í og snýr sér að þulustampinuin
(prédikunarstólnum) og prestinum og fer sér ekkert
óðslega. Prestur veitir honum aptur áminningu, en
Þórður hefur sömu svör sem fyr, en sagt var, að
prestur hefði hætt að læsa kirkjunni eptir þetta. —■
Einusinni fór Þórður ofan í fjörður1) eptir afla,
annaðhvort í Húsavík eða Breiðavík, og þá er hann
var staddur þar á leirum einhversstaðar, sér hann
hvar kemur gangandi maður til hliðar við sig og ber
bagga á bakinu og fer hraðan. Þegar maðurinn er
kominn drjúgan spöl fram hjá Þórði, kastar hann
pokanum af sér. Þórður fer á slóð hans, tekur upp
pokann og lætur ofan á milli á skreiðarhesta sína.
Þegar því er lokið koma 4 menn hlaupandi á eptir
1) Svo hdr.