Blanda - 01.01.1928, Page 145
139
honum, og er þeir ná honum spyrja þeir hann, hvort
hann hafi ekki séð til rnanns með poka á bakinu, það
sé þjófur, sem stolið hafi úr duggu klæðum og klút-
um og brauði. Þórður segir þeim, að það hafi farið
maður fyrir skömmu til hliðar við sig, og hafi borið
bagga eða poka á bakinu og farið hraðan, og sé ný-
horfinn þarna fyrir leitið, og bendir þeim með hend-
inni til leiðar. Hinir tefja ekki og hlaupa allt hvað af
tekur, en Þórður komst slysalaust með pokann upp
í Fljótsdal að Brekku, seldi varninginn og græddi
mikið fé á.1) Svo fór Þórður að græða á tá og fingri
og kaupa jarðir. Hann fór út á Héraðssanda með
hesta og sleöa og sótti sér trjávið, og tók hann þar
sem honum sýndist og galt ekki verð fyrir. Hafa
sumir niðja hans þótt fengsælir og margir verið lista-
menn til handanna, en engir gáfumenn, haft samt
gróðavit. Sonur Þórðar varÁrni ríki á Amheiðarstöð-
uni, faðir Jóns sýslumanns á Ingjaldshóli (f 1777).
Er margt manna frá Árna komið hér eystra og víðar.
3. Frá Þórði á Finnsstöðum.
Þórður hét maður og var Gíslason. Hann bjó all-
an sinn búskap á Finnsstöðum í Eiðaþinghá fyrir
°S eptir aldamótin 1800.2) og bjó heldur vel, eptir
því sem þá gerðist, en hálfskrýtinn þótti hann um
suint, glettinn og stríðinn, mesti ákafamaður í öll-
lun verkum, harðlyndur og ekki vorkunnsamur við
r) Einhver grunur mun liafa falliÖ á ÞórS um stuld
P°kans, því að auknefnið Poka Þórður festist við hann síð-
ar> þótt P. Sv. geti þess ekki.
2) Þórður dó 8. sept. 183.4, sjötugur að aldri. Hann var
s°n Gísla á Finnsstöðum, Nikulássonar s. st., Gíslasonar
'ögréttumanus s. st. Nikulássonar af Héðinshöfðaætt.