Blanda - 01.01.1928, Síða 146
140
hjú sín. Einu sinni kom Eiríkur bóndi á Breiðava'ði
til hans og bað hann að lána sér nokkur hneppi af
töðu handa kúnum sínum, því hann væri orðinn töðu-
laus. „Já,“ segir Þórður, „þú hefur víst farið í fjörð-
ur1) í sumar, því ertu orðinn heylaus; eg gerði þann
skratta einu sinni, og varð heylaus, og skal ekki leika
það optar.“ Þórður lánaði töðuna, Eiríkur spyr, hvaö
hún eigi að kosta. Þórður segir, að hann skuli kroppa
hjá sér eitthvert sunnudagskveld í sumar. Eiríkur lof-
ar því, og kemur nú þegar Þórður er nýbyrjaður á
túninu, og segist nú vera kominn til að kroppa hjá
honum í kveld, og um miöaptansbil gekk Eiríkur
út í túnið. Þórður segist ætla að kroppa með hon-
um; hann kunni ekki við, aö hann sé að kroppa einn.
Svo standa þeir þangað til komið er blálágnætti. Nú
segir Þórður, að þeir skuli hætta, hann sé búinn að
slá nóg, sig langi alténd til að fleygja sér niður um
lágnættið. Eiríkur segist ætla að kroppa dálítið leng-
ur. Nú standa þeir til dagmála. Nú segir Þórður, að
þeir skuli hætta. Eiríkur segist ætla að kroppa dálitla
stund. Nú standa þeir til hádegis. Þá segir Þórður,
að þeir skuli hætta, hann sé hreint búinn að drepa
sig, og segist aldrei skuli biðja hann að slá hjá sér
optar. Ekki hef jeg heyrt, hve mikið þeir slógu, en
það hefur víst verið drjúgur blettur, því Þórður þótti
ekki vandur að slætti, og sagði stundum við þá, sem
voru að slá hjá honum, þó í þýfi væri: Ekki að
kroppa piltar, hafa skáraslátt, nóg ef sýnist slegið
af öðrum bæjum. Ekki var kona hans2) betri með
ákafann. Einu sinni var það um hausttíma, að einn
morgun var allt hvítt af frosthélu og lagt á hverj-
1) Sva hdr.
2) P. Sv. nefnir hana Oddnýju, en þaS er misminnip
liún hét EygerSur Jónsdóttir, dó 1821.