Blanda - 01.01.1928, Side 147
uni polli. Er Þórður þá a<5 ganga um gólf á hlaðinu.
er kona hans kemur út berfætt og segir viS bónda
sinn: „Ertu þá heima enn, og ekki kominn á engj-
ar.“ „Já,“ segir Þór'Öur, „það er ekki hægt að heyja.“
„Það veit eg,“ segir kerling, „kannske það eigi ekki
að fara á engjar á Finnsstöðum í dag,“ þrífur hrifu
sína og stekkur ofan i nes. Þegar Þórður sá það,
tekur hann orf sitt og lötrar á eptir. Þegar hann
kemur niður í nesið, stendur kella þar og getur ekk-
ert rakað, því lagís var yfir öllu og blóðið lagaði
um fæturna á henni, svo var hún búin að skera
sig á fótunum. „Þetta sagði eg þér,“ mælti Þór'Sur.
„Það var ekki hægt að heyja.“ Með það fóru bæði
heim. — Séra Árni prófastur Þorsteinsson að Kirkju-
bæ1) gisti opt hjá Þórði, þegar hann var á kaup-
staðarferðum. Þórður heyrði, eins og aðrir, að það
væri etið hrossakjöt á Kirkjubæ, og þótti honum
það litilmannlegt á sliku heimili; hefur lengi verið
haft að máltæki á Héraði, það sem Sigurður sonur
Árna prófasts sagði, — hann var hálfbjáni, gormælt-
ur, en stór og sterkur og vann nokkuð2): „Margan
bita gaf mórir mín mér góran af Stóra Brún.“ Einu
sinni sem optar kernur Árni prófastur að Finnsstöð-
um úr kaupstaðarferð, seint um haust, og biður Þórð
gistingar. „Já,“ segir Þórður, „allt seint á Finns-
stöðum, allt seint á Finnsstöðum, óskorinn klárinn,
óskorinn klárinn.“ Prófastur segir, að það geri ekk-
ert til, og lét sem hann skildi ekki sneiðina. Meðal
barna Þórðar voru Eyjólfur á Skriðu í Breiðdal,
íaðir Hallgríms hreppstjóra á Ketilsstöðum og Ingi-
björg kona Jóns Einarssonar á Finnsstöðum, móðir
Arna, er þar bjó siðar.
1) Hann dó 1829.
2) Hann dó á jóladaginn 1830, ári síSar en faSir hans,
bálffimmtugur aS aldri. P. Sv. nefnir hann ranglega ÞórS.