Blanda - 01.01.1928, Page 148
142
4. Bjarni sterki og Sveinn í Viðfirði.
Bjarni sterki er rnaður nefndur, ætta'ður úr Vopna-
firði1). Sveinn hét son hans. Hann kvæntist Ólöfu
dóttur séra Péeturs Eiríkssonar Arnsteds á Hofi i
Vopnafirði. Eptir dauða Gunnlaugs Arnasonar, er
átti að hafa verið drepinn af einhverri ófreskju í
Hrafnkelsdal 1749, fékk bóndinn, sem þá var á Brú
á Jökuldal, — líklega Árni faðir Gunnlaugs — þá
feðga Bjarna og Svein til að vera hjá sér eins árs
tíma, þvi hann var hræddur við ófreskjuna, en þeir
feðgar voru annálaðir fyrir afl og hreysti. Fóru
j>eir svo þangað, og var Bjarni þá sjötugur2) og
Sveinn þá kvæntur Ólöfu.
Eitt sinn í vondu norðanve'Sri var Sveinn inn á
Brúardölum að ganga til fjár. Þá þótti Bjarna karli
lengja eptir honum og var hræddur um, að eitthvað
hefði orðið að syni sínum, æddi þá út og þreif í
hönd sér stóran járnkarl, er stóð við bæjardyr,
svo inn Brúarhvamm, sem er langur, inn að Reykjará,
en þegar hann er kominn inn í miðjan hvamminn
sér hann, að það grillir i einhverja stóra skepnu,
sem stríðir á móti veðrinu, hyggur að vera muni
ófreskjan, og reiðir svo upp járnkarlinn til höggs.
En þetta var þá sonur hans Sveinn, er sá tilræðið
og vék sér undan. Sagt er, að þau Sveinn og Ólöí
hafi búið 2 ár á Brú, en fluttust þaðan niður í Sand-
vík við NorðfjörS og svo að Viðfirði, þvi að þau
áttu þá jörð. Þá er þau fóru austur yfir Fljótsdals-
1) Hann er fæddur um 1690, er 73 ára hjá Sveini syni
sínum í Sandvík 1762, ef til vill son Sveins Gislasonar og
Ólafar Pétursdóttur, systur Björns sýslumanns á Bustarfelli.
2) Liklega réttara rúmlega sextugur, hafi þetta verið um
1750, og Sveinn þá líklega ókvæntur.