Blanda - 01.01.1928, Page 153
Eyðing Breiðármerkur.
Hvenær jör'Öin BreiÖármörk eÖa BreiÖá hin
forna, þar sem Kári Sölmundarson bjó, hafi farið
í eyöi, sést af þingsvitni, sem enn er til í afskript
á Þjóðskjalasafni. (Skjöl um íslenzk lén og afgjöld
þeirra, m. f 1., komin úr R. D. = Ríkisskjalasafni
Dana). Skýrsla þessi, sem er með hendi Þórðar
Þórðarsonar ritara Árna Magnússonar, er svo lát-
andi:
Anno 1702, þann 1. Junii að Hofi í Öræfum, á
almennilegu manntalsþingi, nefndi sýslumaðurinn
ísleifur Einarsson þessa menn: Einar Jónsson, Stef-
án Ormsson, Finnboga Gislason, Jón Einarsson,
Jón Sigurðsson, Gissur Nikulásson, Þórarinn Gísla-
son 0g Jón Björnsson til þingvitnis upp á það, sem
a þeim degi hér undir réttinum fram fór. Var svo
hér næst fram borið um það eyðiból Breiðármörk,
sem kongseign er hálf og bóndaeign hálf, hvert að
Cr í vatnaklofa undir jöklinum, nærri á miðjnm
Dreiðármerkursandi, og aldeilis í eyði legið hefur
nú næstu 4 ár,1) hver enn nú er árlega að for-
eyðast, sem fleiri aðrar af vatni, grjóti og jökla-
yíirgangi, svo þar sést ei nýtanlegt grasland eptir,
utan lítill hólmi, sem húsin hafa á staðið, hver bæði
hafa verið lítilfjörleg og nú mjög lasin orðin eru,
10*
O Hefur því farið af 1698.