Blanda - 01.01.1928, Page 156
Kolbeinssonar, enda er Flosi Kolbeinsson beinlínis
talinn faðir Bjarna bœði í Sturlubók, Melabók og
Hauksbók (Landn.útg. 1925, bls. 131). Reyndar er
Flosi þar ekki nefndur son Kolbeins Flosasonar
Valla-Brandssonar, en þaÖ er enginn efi á, að svo
er, því að í hinu fyrnefnda (ranga) innskoti í Hauks-
bók er móðir Bjarna og Kolbeins, eins og þar er
talið, sögð Guðrún Þórisdóttir Skeggbroddasonar,
en þar sem talað er um Flosa Kolbeinsson í ættatölu
frá Hofsverjum (Landn. bls. 131) er sagt, að hann
hafi átt Guðrúnu dóttur Þóris Skeggbroddasonar
og Steinunnar dóttur Þorgríms hins háva, og þeirra
son Bjarni afi Flosa prests. Til þess að lagfæra(!)
þetta hafa menn haldið, að Flosi Kolbeinsson á
þessum stað væri rangt, og ætti að vera Flosi Valla
Brandsson (sbr. registrið við Landnámuútg. Jóns
Sigurðssonar 1843), en það er vitanlega fjarstæða.
Flosi Kolbeinsson er rétta nafnið á manni Guðrún-
ar Þórisdóttur, því að svo vill vel til, að ákveða má
hérumbil með fullri vissu, hvenær hún er fædd. Því
hefur ekki fyr verið veitt eptirtekt, að Guðrún Þóris-
dóttir er einmitt stjúpdóttir Gissurar biskups ís-
leifssonar, og að Þorgrímur hinn hávi faðir Stein-
unnar, móður liennar, er sami maður og Þorgrímur
í Borgarhófn Þorsteinsson Kollssonar hins gráa
Þorsteinssonar trumbubeins, er nam land syðst 1
Álptafirði eystra, en sá Þorgrímur er í Landnám'J
(sama útg., bls. 138) beinlínis talinn faðir Steinunn-
ar, er Gissur biskup átti. En þess hefur ekki verið
gætt, að í Hungurvöku (Bisks. I, 66), segir bein-
línis, að er „hann (Gissur) kom út til íslands, þa
kvongaðist hann og fékk Steinunnar Þorgrímsdótt-
ur, er áður hafði átta Þórir Broddason, og bjuggu
þau fyrst að Hofi í Vápnafirði.“ Þessi Þórir f. m.
Steinunnar, er = Þórir Skeggbroddason Bjarnason-