Blanda - 01.01.1928, Síða 158
Virðist ekki þurfa aö eyða frekari rökum að þessari
ættfærslu.
En í sambandi við þetta þykir rétt að geta þess,
að sumir hafa ætlað, að Kolbeinn Flosason, faðir
Guðrúnar, er Sæmundur átti, hafi verið Kolbeinn
Flosason lögsögumaður 1066—1071, en óvíst hvort
það hafi verið Kolbeinn son Brennu-Flosa eða al-
nafni hans, Kolbeinn Flosason Valla Brandssonar.
Þó hallast Jón Sigurðsson í Lögmannatali sínu (Safn
II, 19) fremur að hinu fyrra,enda má telja það vafalít-
ið, að Kolbeinn lögsögumaður hafi verið son Brennu-
Flosa. í Sturlungu er sagt, að Sæmundur fróði
ætti Guðrúnu dóttur Kolbeins Flosasonar, og er und-
arlegt, að hann væri ekki nefndur lögsögumaður,
hefði hann nokkurn tíma verið það, þar sem um
svo göfugan mann er að ræða sem Sæmund. Hinn
eini fræðimaður, sem beinlínis kallar Kolbein Flosa-
son lögsögumann tengdaföður Sæmundar fróða (sbr.
einnig óbeinlínis ísl. Ártíðaskrár, bls. 65) er Guð-
brandur Vigfússon í registrinu við Sturlunguútgáfu
sína 1878, og vitnar þar í 5. kap. Ljósvetningasögu,
en það er innskot í söguna, sem kemur eins og skratt-
inn úr sauðarleggnum og er mjög varhugavert. Verð-
ur það að athugast i sambandi við þátt Þorsteins
stangarhöggs, er Guðbr. prentar kafla úr (Sturl.útg.
hans II, 502) eptir skinnblaði. Þar segir, að dóttir
Bjarna Broddhelgasonar hafi verið „Halla móðir* 1)
en finnur enga lausn á því, og veit auðvitað ekkert una
venzl Gissurar biskups við Guðrúnu Þórisdóttur.
1) í útgáfum Þorsteinsþáttar er Guðríður talin systir
Höllu, sem vitanlega er alrangt. — í uppfyllingu frá síð-
ari tímum í Vopnfirðingasögu 19. kap. segir, að dóttir
Bjarna Broddhelgasonar hafi verið Guðríður móðir Guð-
rúnar, er Sæmundur fróði átti, og er þetta ósamhljóða Þor-
steinsþætti, og ekkert mark á því takandi. Líklega samsetn-