Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 162
156
ana í stað mykju, sem ekki mátti missast frá túninu.
Stefán amtmaður Þórarinsson hafði og samið og lát-
ið prenta (1816) upphvatning og leiðarvísi um hent-
ugustu matjurtarækt, og sendi þá ritgerð gefins til
manna i norður- og austuramtinu, en afhenti danska
rentukammerinu nokkur hundruð exemplör (eintök)
fyrir sanngjarnt verð, og voru þau síðan send mönn-
um í suður- og vesturamtinu til gefins útbýtingar.
Syðra heppnaðist jarðeplaræktin miður en nyrðra, en
hinsvegar þrifust þar betur allskonar káltegundir,
einkum í Reykjavík. Um það hefur séra Bjarni Arn-
grímsson á Melum látið prenta á Beitistöðum leiðar-
visi „um garðyrkjunnar nauðsyn og nytsemi." Á
Vesturlandi hefur kályrkjunni lakast vegnað, sem
mest hefur verið kennt um vorkuldum; þó mun alúð-
ar- og kunnáttuleysi hafa ineðfram veriö ástæðan.
Þó má geta þess, að nú tekur Barðastrandar- og Eyja-
hreppur öðrum hreppum fram í jarðeplaræktun, enda
er Barðaströndin af náttúrunni sérstaklega til þess
löguð.
Eins og kornflutningar voru á ófriðarárunum
næsta litlir, svo gat þá ekki (til allrar hamingju) held-
ur flutzt óþarfi, svo sem klæði, lérept, klútar, blá-
steinn, ýmislegar víntegundir, sykur, kaffi, brauð,
tóbak o. s. frv., hattar, færi, hampur, járn, brýni,
steinkol, tjara, viður o. fl. Flest af þessu kenndi sú
mikla kennimóðir „Neyðin“ að bæta sér með eigin
hendi, af eigin búi. Af þeli ullarinnar bjuggu menn
til fallegan og sómasamlegan klæðnað, bæði hvers-
dags og spari, en af toginu þorska-, sela- og hrogn-
kelsanet, enda sumir lóðir, haldfæri og strengi eða
legufæri; lakast reyndust samt togfærin. Sumsstað-
ar var þá lært að vefa klæði, boldang, kémsu(!)!
vaðmál og einskepta var þá sem fyrri ofið, en nu
fór það að verða vandaðra, einkum í Eyjafirði og