Blanda - 01.01.1928, Síða 164
15«
lagðist drykkjuskapur og tóbaksbrúkun svo niður, að
ekki gekk þá út hjá höndlurum helmingur af því, sem
i kaupstaðina fluttist fyrst í stað, og mun þá bó
hvergi nærri hafa eins mikið flutzt eins og áður en
striðið hófst, en þetta bættist bráðum aptur. Mælt
var, að á stríðstímunum fengist ekki vín til kirkna;
væri því á sumum stöðum ráðgert, ef ei framkvæmt
(máske að biskups boði), að brúka í staðinn víns
berjalög eða blávatn.
Enn er ekki allt það talið, sem á þeim bágu árum
var á íslandi uppfundið til að létta af skorti og harð-
indum. — Árið 1808, þegar Magnús Stephensen
konferenzráð lagði frá Kaupmannahöfn, flutti hann
með sér tvö pör af spönsku sauðfé, sem álitið er það
bezta i Norðurálfunni, sérstaklega þá aðeins er litið
á ullarvöxt og gæði. Þessar kindur hafði konungur
gefið í þeim tilgangi, að bæta fjárkyn vort. Á áliðnu
sumri lagði það skip, sem kindurnar skyldi flytja, frá
Kaupmannahöfn, en fékk fyrst farartálma af enslí-
um herskipum, er lágu í Eyrarsundi, og síðan mót-
vinda stríða, sem gerðu það, að ekki varð af ferð-
inni hingað í það sinn. Skipið kom við Noreg og
hafði þar vetrarlegu, og konferenzráðið, sem strax
vfirgaf skipið, er við land kom, í von um a<5 geta
komizt með skipi þvi, sem konungur sendi hingað
frá Þrándheimi, sá ei annað ráð en að selja fé þetta
á konungskostnað í Kristjánssandi um veturinn.
Hann fékk síðan hrút og 2 ær af spönsku kyni, er
hann flutti með sér vorið eptir (1809) hingað til
lands. Þetta fé kom heilbrigt og var vel umhirt a
Innrahólmi. Strax og það fór að fjölga, bauð hann
bændum hrúta af því kyni (sem bæði var stærra og
ullarmeira, samt næstum toglaust) fyrir sanngjarnt
verð, lambhrútinn fyrir veturgamla kind eða hennar
virði. Auk þessa gaf hann mörgum hrúta af því kyni.