Blanda - 01.01.1928, Page 165
159
Ekki varð vart við, að fé þetta veiktist sjálft eða
sýkti annað fé, eins og spönsku hrútunum, sem hing-
að voru fluttir um 1760, var eignað. Til að bæta
fjárbragð sitt sem bezt, lét M. St. sækja fé í Stranda-
sýslu, hvar fé var bæði stærra og íeitara, en víðast
hvar annarsstaðar, svo þetta fé samlagaðist því að-
komna, en þetta vestanfé þreifst ekki syðra; álitu
menn þá orsök þar til, að beit á Vestfjörðum væri
betri en syðra. — Árið 1816 fékk konferenzráðið
enn nú frá Kaupmannahöfn hrút og gimbur af
spönsku kyni. Þær kindur gaf kongur, og svo líka
gaf hann tarf og kvígu af dönsku kúakyni, sem álit-
ið var það bezta fyrir ísland. Líka gaf hann allan
ferðakostnað þessara skepna. Viðburðir þessir að
bæta sauða- og nautakyn vort, sem er vissasti bjarg-
arstofn landsins, voru svo hrósverðir, að óþarft
niætti virðast að fara um það mörgum oröum.
En jiótt stríð og harðindi séu umliðin i þetta sinn
[segir höfundurinn], mun samt ekki gerlegt að búa
sig undir harðindi framvegis? með sparsamri brúk-
un lífsþarfa, en ekki óhóflegri eyðslu, sem allt of
viða tíðkast í svokölluðum veltiárum, einnig meS
betri nýtni hlutanna, þegar vel lætur og minnast
þannig hugvekju-meistarans, sem sagði, það kæmi
sér ærið vel i dýrtíðinni, sem enginn vill nýta, þegar
allt er nóg .... Þeir peningar, sem óhóflega eða
hirðulauslega voru brúkaðir á góðu árunum, eru
alveg tapaðir og fást ei til baka, þegar harðærin
koma.----------