Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 168
IÓ2
3 skipaskaða, nfl. eitt á hvolfi, og á öðru 2 eöa 3
menn á kjölnum, með ópi, hljóðum og köllum; tók
þá hásetum hans mjög að fallast hugur, en fyrir því
enginn kostur var að bjarga í slíkum ofsa, og bráð-
ur bani, ef til hefði reynt verið, og hann lítt mennt-
ur, hvatti hann háseta að gæta sín og barði hnefum
á söxin; það sagði Jón og, að árar sæi hann fljóta
af hinu þriðja skipinu og mönnum upp skjóta úr öld-
unum; vissu þó ógerla, hver slcip þessi voru, og er
af því að ráða, að Jón Guðmundsson væri skammt
eptir Ásgeiri prófasti, og komst hann undir Sval-
vogahamar og Jón á Veðrará. Sveinn á Þorfinns-
stöðum var hinn 4. sem komst undir hamarinn, en
sú hamingja vildi Sveini til, að hann fékk bjargað
íjórum mönnum af báti á uppsiglingunni; þess vegna
má hann teljast frægastur allra þeirra formanna. —
í því veðri fórust 7 skip, með 52 mönnum; það var
Guðmundur bóndi Hákonarson með öllum hásetum,
og rak skip hans á Rauðasandi. Á öðru skipi fórust
þeir bræður Jónar Sigmundssynir með öllum háset-
um, á því þriðja Páll Þórðarson frá Brei'Sadal,
fjórða Guðmundur Jónsson frá Hálsi, fimmta Ólaf-
ur hreppstjóri frá Mosdal, sjötta þeir nafnar Sveinn
á Vífilsmýrum og Sveinn á Hesti, sjöunda Jón silf-
ursmiður frá Plvylft, þessir allir með öllum háset-
um sínum. En þar ekki komust nema 4 skip af, er
landi náðu undir Svalvogahamri, og þessi eru talin
7, þ. e. alls 11 skip, þá vantar að telja eitt af þeim
12, sem upphaflega er greint, að verið hafi; er því
líklegt, að það hafi verið bátur sá, sem Sveinn á
Þorfinnsstöðum bjargaði 4 mönnum af, ef rétt er
hermt.
Aths. Espólín getur þessa mikla mannskaða á Önundar-
firði í Árbókum sinum (XII, 55) en á mjög einkennileg-
an hátt, segir meðal annars, að þar (á Önundarfirði) hefði