Blanda - 01.01.1928, Page 171
Riddara Ás.
1 tveimur annálasyrpum í Landsbókasaíninu, 827
4to og 1343 4to, sem Jón annálaritari Ólafs-
son á Grímsstööum í Breiðavík (f um 1765) hefur
safnað, er skýrt frá því, að brúðkaup Páls sýslu-
manns Torfasonar (á Núpi í Dýrafirði) og Gróu
Markúsdóttur hafi farið fram að Riddara Asi árið
1672. Eg hef hvergi annarsstaðar séð þetta nafn á
Asi í Holtum, en þar bjó Markús sýslumaður Snæ-
björnsson (f 1697) faðir Gróu, og átti þá jörð. Mér
þótti nafnið einkennilegt, en vissi, að það mundi ekld
■vera út í loptið, og fór að athuga þetta nánar. Hef
eg komizt að þeirri niðurstöðu, að nafn þetta, Ridd-
ma Ás, stafi frá 15. öld, og sýni það, að Bjöm ridd-
ari Þorleifsson hinn ríki hafi þá haft þar bú og
aðsetur um hríð, þótt það hafi ekki áður verið at-
hugað eða kunnugt, enda staðfestist þetta af bréf-
mn, þá er vel er að gætt. Það er vist, að Bjöm hafði
sýslu i Ámesþingi fyrir og um 1460, og var Erlend-
ur Brandsson umboðsmaður hans, sbr. dóm i Hraun-
•?erði 23. júlí 1459 (Fbrs. V, 187—189, en dóms-
bréfið ritað í Asi í Holtum 14. nóv. s. á. Er Bjöm
1 þessum dómi kallaður lögmaður sunnan og austan
á íslandi, en ekki er lögmennsku hans annarsstaðar
getið, og því hætt við að hér eigi að standa „hirð-
stjóri“ í stað „lögmaður". En út í þá sálma verður
bér ekki farið. Hitt er víst, að Björn átti jorðina
og miklar eignir aðrar þar í grennd, svo að það