Blanda - 01.01.1928, Síða 172
i66
er sennilegt, að hann hafi við og við haft eitthvert
sérstakt fast aðsetur eða bú á Suðurlandi, jafnmikið
sem hann hafði þar að sýsla, ekki sízt eptir 1450,
þá er hann tók að gerast harðhentur á eignum Skál-
holtsstóls. Og sérstaklega virðist nafn hans bundið
við Ás. Þar er t. d. 13. okt. 1461 ritað jarðakaups-
bréf milli hans og Hauks Einarssonar, en kaupin
höfðu gerzt í Skálholti nokkru áður s. á. (Fbrs. V,
241—242). Og enn gleggra kemur það fram, að
Björn hafi einmitt haft aðsetur sitt í Ási, að þar ger-
ist einmitt jarðakaupssanmingnr milli Björns og
Magnúsar Þorlákssonar 4. ágúst 1463, um hálfa Odd-
geirshóla, er Björn keypti (Fbrs. V, 387—388, bréfið
innsiglað á Þingvöllum 1. júní 1468, þ. e. eptir lát
Björns). Við skiptin eptir Björn fékk Ólöf Lopts-
dóttir, ekkja hans, jörðina Ás í sinn hluta, ásamt
fleiri jörðum austur þar (Fbrs. V, 500). Og hún er
einniitt t Ási seint um haustið (31. okt.) 1470, þá
er hún selur Sigurði Jónssyni Mosfelli í Mosfells-
sveit, fyrir Hraungerði. Sumarið eptir (1471) er
Ólöf stödd á alþingi, og á Lambeyjarþingi 9. sept. s.
á., þá er dómur gekk um Krossreið (Fbrs. V, 642),
svo að hún virðist hafa verið syðra, ef til vill i Ási,
siðari hluta ársins 1470, og allt sumarið 1471, en
ekki er víst, að hún hafi haft vetursetu þar syðra
veturinn 1470—1471, þótt hún væri seint um haust-
ið í Ási. Eptir hana erfði Solveig dóttir hennar Ás,
en síðar komst jörðin í eign Vigfúsar lögmanns
Erlendssonar, og svo Guðríðar dóttur hans, er átti
Sæmund Eiriksson ríka í Ási, þaðan til Guðrúnar
dóttur þeirra, konu Áma sýslumanns Gíslasonar a
Hlíðarenda, þaðan til Hákonar sýslumanns i Klofa
sonar hans (f 1608), svo til Einars sýslumanns »
Ási, sonar hans (f 1649) og þaðan til dætra hans,