Blanda - 01.01.1928, Síða 175
Og þaS vita allir, að hvíldarlaust strit á sama blett-
inum lamar og drepur frjálsa og skapandi hugsun,
en dofinn hugur er dimmur og hugsjónasnauður,
áþekkur gluggalausu húsi, og svifaseinn til útsjónar
og umbóta. Mannsandinn er víðsýnn og vakandi,
frjáls og fagnandi í innsta etSli sínu, en skilyrSura
hans til viðhalds og vaxtar er sjaldnast fullnægt skyn-
samlega, og þess vegna mistekst þróun svo margra
á öllum timum. —
Til þess að metta sig megni og dug leitar fjöldi
erlendra manna upp í háfjallafegurð, og þeir baða
líkama og lund í tárhreinum lindum lopts og sólar-
dýrðar. Sumir eru ríkir, en sumir eru einnig fátækir,
og leggja þó hiklaust í sölurnar fé og tima, til að
njóta þeirra gæða, sem falla þeim í skaut á fjalla-
íerðum þeirra, þó að mikið á þrek þeirra reyni.
En einmitt það er ofurhugunum nautn og gleði.
ísland býður börnum sínum unaðslegar dásemdir.
Eær hafa beðið við bæjarvegginn i þúsund ár, og
blasað við öllum, — blindum og sjáandi.
En það er fleira en heilsubót og hugarsvölun að
fjallgöngum. Þeim fylgir margskonar fróðleikur um
landið; gróður, myndun og lega f jallanna, er víðtækt
umhugsunarefni, en auk þess kennir þar margra ann-
ara grasa: ár og fossar, gil og gljúfur, hengiflug
°g hraun, hverir og hellar, vötn og veiðilækir, svala
augum og eyrum og heilla hugann. Þó er enn eitt
ótalið, sem gefur landinu líf og lit. Það eru örnefn-
m og atburðasagnirnar. örnefnalaust land er svipað
óskrifuðum pappír. Víða getur þó að lita tóptarbrot,
garðlög eða önnur ummerki, en nöfnin eru gleymd
°6 grafin og gamlar sagnir dauðar. Það er stundunt
s^rifað á „pappirinn", en skriptin hefur máðst, svo
a<5 litið verður lesið. Nafnlausu rústirnar vekja þó
^argvislegar hugsanir. Var þama stekkur, beitarhús