Blanda - 01.01.1928, Page 178
172
eða máske á þaulvígðu helgisetri. En að lokum varð
þó löngun mín bústarfshyggjunni sterkari, og þann
7. júlí 1928 leit eg i fyrsta sinn þennan einkenni-
lega eyðistað. Eg var heppinn með veður. Það var
kyrt og hlýtt og útsýni var bjart og hreint. Það jók
og á ferðagleðina, að eg fékk tvo kunnuga menn til
fylgdar frá Giljum, sem er næsti bær að norðan
við Þorljótsstaði, og þó eigi allskammt á milli. Voru
það þeir Sigurjón sonur Sveins bónda á Giljum,
röskur piltur og „himi öruggasti til áræðis“, eins og
mælt var um efnilega æskumenn í fornöld, og Sig-
tryggur Friðíinnsson frá Skatastöðum; er hann
fæddur og uppalinn i „Dölunum", einkarskýr mað-
ur og minnugur vel. Varð því eklci kosið á kunn-
ugra fylgdarlið, enda fræddu þeir mig um margt á
Jeiðinni, þó að þvi verði mörgu hér að sleppa.
Áður en lengra er fariÖ, skulum við líta á landið
lcringum Klaustur. Það er ekki ofmælt, að þar sé
einkennilegt landslag. Fjöllin í kring eru fremur lág1)
og þau voru í þetta sinn þurskræld af sólbruna, eptir
óvanalega langstæða þurka, en Sigtryggur sagði mér,
að venjulega væru hliðarnar fagurgrænar af lyngi
og öðrum fjallagróðri, þegar liðið væri að miðju
vori, og mátti sjá merki þess hér og þar. Fjölliti
kringum Klaustur mynda djúpa dalkvos eða hvamm,
og er það framhald Vesturdals. Kvosin er um I—-
1 l/i km. á lengd og um /, km. á breidd, þar sem
breiðast er. Norðan við lcvosina þrengist dalurinn,
og er undirlendislaus alla leið niður fyrir Þorljóts-
1) Það er ekki heppilega að orði komizt hjá D. Bruun
í ritgerðinni um „Nokkrar Eyðibygðir" — að fjöllin ti6
Klaustur séu með háum gnípum. „Mishæðir" fjallanna
rainnka eptir því sem framar dregnr á öræfin, en í fjarsk*
sjást fjallatindar.