Blanda - 01.01.1928, Page 179
m
staíii, og fellur áin á þeirri leið sumsta'ðar í kletta-
þrengslum. Á uppdrætti íslands er Jökulsá vestari
látin falla um Vesturdal, en þetta er ekki rétt, nema
að litlu leyti. Vesturdalur skiftist i tvennt, skammt
fyrir ofan GoSdali1), sem er kirkjustaðurinn, og
Jökulsá (vestari) kemur úr vestari dalnum, sem er
eiginlega djúpt gil, og þar hefur aldrei byggð verið,
en eystri dalurinn er víöur og fagur, fram fyrir
Giljabæ, og um hann rennur Hofsá, sem er kennd
við bæinn Hof vestanmegin árinnar. Þó að Hofsá
renni um dalinn, kallast dalurinn Vesturdalur, lengst
inn á afrétt, fram fyrir Klaustur. Aptur á móti
breytir áin um nafn snertispöl norðan við áðurnefnda
dalkvos eða dalverpi, og kallast Runukvisl. Fjalls-
hlíðin austan árinnar, á móti Klaustri, heitir Runa,
og nær hún alllangt norður með ánni. Skammt fyrir
neðan dalverpið er foss i ánni, — Runufoss, og er
hann einna fríðastur þeirra fossa, sem kostur er að
sjá í Skagafjarðarsýslu, en þeir eru þar fáir og
smáir. Vestan við Runukvísl eru kallaðar Lamba-
tungur — að Lambá, litilli ársprænu, sem fellur í
Hofsá. Hellishlíð kallast fellið vestan við Klaustur-
rústirnar, og jafnvel af sumum fyrr var Klaustur
talið að standa fremst í Lambatungum, eins og sézt
af Vesturdalslýsingu Símonar Dalaskálds:
í fornöld Klaustur fram í Lambatungum
stóð fagur bær und skógarhlíðarbungum.2)
Lágur múli lokar fyrir dalverpið að sunnan, og kall-
1) Bersýnilega hefur Vesturdalur veriS einn af Go5-
dölunum (Guödölunum) í fornöld; Vesturdals- og Aust-
urdalsnöfnin hafa komið upp löngu eptir landnámstið,
bví að seint á 15. öld voru dalirnir kallaðir Goðdalir.
2) Sighvatur — Ýms ljóðmæli — bls. 14. Rvík 1905.