Blanda - 01.01.1928, Page 180
174
ast Hraunþúfugilsmúli e'Sa Hraunþúfumúli. Austan
við hann renur Runukvísl, en vestan við múlann er
ægilegt gljúfragil, með háum hamraflugum og grjót-
urðum neðan við klettana, — nefnist það Hraunþúfu-
gil, og eptir því liðast Hraunþúfuá, sem orðið getur
ófær og tryllingsleg í leysingum. Er stefna hennar
framan af heiSum og íellur hún í Runukvísl norðan
við Múlann, hjá Klaustri (að sunnan). Hæsti klett-
urinn norðan við gilið heitir Holofernishöfði, en í
syðri gilbarminum er þverhníptur og hár stapi, sem
sumir kalla Hraunþtífn, en aðrir Hraunþúfustapa eða
höfða, — og það hygg eg að sé réttara. Almennt
álit er það, að illt sé að ganga fram á höfðann1)
af gilbrúninni, en þó er það ekki lengra en um io
metra leið. Er kletthryggurinn fram á stapann skel-
þunnur á einum stað, og gínandi hengiflug til beggja
hliða. Leið þessi er ekld árennileg svimagjörnum
dettifótum, en fótvissum mönnum, sem ekki kunna
að hræðast, er hún hættulítil.
Suður frá Hraunþúfugilinu er hraunið gróður-
laust, með óteljandi stórgrýtishólum og melum á milli,
svo langt sem augað eygir. Áður umgetinn múli er
grösugur að norðan, upp i hraunbrún. Yzt i hraun-
inu ,á að gizka 20 metra frá syðri gilbarminum, er
hæsti melkollurinn, og á honum hólmynduð gras-
þúfa. Þetta er líklega Hraunþúfa sú, sem flest ör-
1) í áðurgreindu kvæði Simonar kemur þa'ð líka í ljós:
Að Hraunþúfu í Hraunþúfugilsbjörgum
mun heldur erfitt veita komast mörgum,
að nái sjóð úr silfri
og sýna fræknleikshót;
en Hóla’fernishöfði
þar horfir beint á mót ....
1) Svo, cn cr afbökun.