Blanda - 01.01.1928, Page 181
i7S
nefnin á þessum slóöum eru kennd við; á henni ber
langhæst og þaðan er útsýnið bezt yfir dalverpið.
Hraunþúfuhöfðann ber miklu lægra, og hann er alls
ekki í hrauninu, eins og áður er lýst; ofan á hon-
um hefur myndazt þunnt mosalag, og tveir eða þrír
snarrótartoppar hafa sezt þar að. Skortir þar heldur
ekki áburð, því að stapinn, eða höfðinn, er hvítleit-
ur af fugladriti.
Mér hafa sagt þeir elztu menn, sem átt hafa heima
á Þorljótsstöðum1), að sér hafi sagt verið, að áður-
greind hólþúfa væri Hraunþúfan, en Höfðinn hefði
verið kenndur við hana. En yngri menn virðast ekki
greina þetta réttilega, enda er svo sjaldfarið um slóð-
ir þessar, að til er tíningur af fólki í Vesturdal, sem
aldrei hefur komið á Klaustur, og er þó ekki meira
en 2—3 stunda ferð frá fremstu bæjum þangað.
Þegar staðið er á Hraunþúfu og landið er laugað
í geislandi sólskini og hlýindum, er kostur á að sjá
furðumikla náttúrufjölbreytni og sérkennilega feg-
urð á litlu svæði. Dalkvosin er djúp og falleg, slétt-
ur smágrundir og grænir bakkar blasa við á stöku
stöðum; lækir og ár með smáfossum liða sig um dal-
botninn og hverfa svo saman norður í dalþrengslin.
Lyngivaxnar hlíðarnar beggja meginn líkjast græn-
flosuðum ramma, en hamragilið, tröllslegt en þó
tignarlegt, liggur fyrir fótum manns; einnig strýtu-
niyndaðir hraunhólarnir roðna í sólskininu, og fjöll-
i) T. d. Páll Þórðarson á SauSárkróki, sem bjó nokkur
ár bar og einnig Páll FriSriksson, bróSir séra Friðriks í
Lvik, sem var þar litlu eptir 1890. Einnig hef eg tekiS eptir
l'ví, aS nú er opt tekið svo til orSa: „aS ganga fram á
HöfSann", og er þá átt við þetta sama örnefni, sem aðrir
Ldla þó eingöngu Hraunþúfu. Málvenjan sker því ekki
úr þessu.