Blanda - 01.01.1928, Page 185
179
Sumarið 1897 ferÖaðist Daniel Bruun höfuðsmað-
ur um ísland og rannsakaði byggðaleifar í þrem
sýslum landsins. Hann athugaði Klausturrústirnar
allnákvæmlega, mældi þær og gerði uppdrátt af þeim
og dalverpinu. Rústunum sjálfum er lýst ýtarlega, og
svo skýrir hann frá munnmælum og sögnum um
staðinn á þennan veg:* 1)
„Það hefur verið innsti bær í dalnum og vestan meg-
inn Hofsár, í fögrum hvammi, þar sem Hraunþúfu-
kvísl rennur í hana, og langt (nær 1 mílu) frá manna-
byggðum. Þangað koma aðeins gangnamenn á haust-
um og liggja þá í helli einum í fjallinu fyrir norðau
bæinn. Munnmæli segja, að hér hafi verið nunnu-
klaustur og húsin hafi verið svo mörg, að 50 hurðir
hafi verið á járnum. Sagt er, að nunnurnar hafi
grafið niður kistil fullan af peningum í Hraunþúfu,
sem svo er kölluð, en það er stór klettur efst utan
í fjallinu Hraunþúfumúla. Fjöllin umhverfis eru
snarbrött og með háum gnípum. Sagt er, að í ein-
hverri rústinni hafi fundizt kirkjuklukka (eða öllu
heldur brot af klukku), sem síðan var sent út, til
Danmerkur, og steypt upp af nýju. Sú klukka er
nú i Goðdalakirkju."
Þá hafa verið færðar til allar skráðar sagnir um
Klaustur, sem mér er kunnugt um, og skal eg þá,
sérstaklega með frásögn D. Bruun’s til samanburðar,
skýra frá þeim munnmælum, sem mér hafa sögð
70. Vafalaust er það misskilningur hjá Kaalund, aÖ hinar
fornu hofrústir séu langt frammi á fjöllum eða fram undir
jöklum. Og alveg er þaS heimildarlaust aS bendla Klaustur-
rústirnar, langt frá byggS, viS goSahofjS forna í Vesturdal.
i) Gennem affolkede Bygder. Bls. 59—60. Hvergi lætur
hann þess getiS, aS hann hafi grafiS í rústir þessar, enda
var dvöl hans svo stutt þar, aS ekki hefur veriS tími
til þess.
12*