Blanda - 01.01.1928, Page 186
i8o
verið af hinum kunnugustu og elztu mönnum, sem
búið hafa á Þorljótsstöðum og víðar í Vesturdal.
Þeir segja mér, að þarna hafi í fyrndinni verið
íMMKÁ’aklaustur. Ábótinn fór einn góðan veðurdag
upp Múlann með fullan kút1) af silfri og hafði
smalann með sér. Þeir fóru fram á höfðann, og lét
ábótinn smalann grafa kútinn (eða kistilinn) þar nið-
ur. Að því loknu sneru þeir við aptur sömu leið
og þeir komu, og síðan norður fyrir Hraunþúfugil
og upp þar á norðurbarminn, þar sem klettarnir eru
hæstir og hrikalegastir. Ábótinn leiddi þar smalann
að brúninni og hratt honum þar fram af, til þess
að hann segði eigi til gripa ábótans. Smalinn, segir
sagan, að heitið hafi Hólofernis2) og eptir honum
sé hamarinn kallaður Hólofernishöfði, en það heitir
hann enn þann dag í dag. Eptir það tók ábótinn
sótt og andaðist. Heimildarmenn mínir sögðust og
heyrt hafa, að þar hefðu verið 30 hurðir á járnum,
aðrir 24 eða jafnvel ekki nema 18, samanber í áður-
nefndu Vesturdalskvæði Símonar:
1) Sumir segja kistil, sbr. Bruun. MeSal þeirra, sem
sagt hafa mér þessi munnmæli eru Sveinn Sigurðsson bóndi
á Giljum, manna kunnugastur á þessum stöðvum, þeir
nafnar, Páll Þórðarson, sem bjó á Þorljótsstöðum um
1892 — áSur en Daniel Bruun ferðaðist þar um, og Páll
Friðriksson snarminnugur maður, ennfremur sagði Sig-
tryggur mér munnmaelin á sömu leið og hinir, en enginn
hafði neitt um nwiwwklaustur þarna að segja. Einn mað-
úr sagðist heyrt hafa, að smalinn hefði verið svikull í hjá-
setunni, og verið tatur að labba með strokkinn á bakinu tit
að rjóminn strokkaðist, og þess vegna hefði húsbóndi hans
hrundið honum fram af klettinum. Slík smalamunnmæli eru
víða þekkt.
2) Holofernes hét hershöfðingi Nebúkadnezars, og var
drepinn af Júdit meðan hann sat um ættborg hennar (sjá
Júditarbók 2. cap.).