Blanda - 01.01.1928, Page 188
182
Þá bæta sumir þvi við kútsöguna, a'Ö ábótinn léti
svo ummælt, aö þann, sem freistaði að ná kútnum
eða kistlinum, skyldi henda eitthvert slys. Og vist
<er um það, að sumum stendur stuggur af því, að
klifra fram á kletthöfðann, til þess að grafa þar.
Hellirinn, sem Bruun getur um, mun sjást ennþá,
■en hann er lítill, og við hann er hlíðin upp af rúst-
■unum kennd og kölluð Hellishlíð.1)
Ekki kunna menn fleira um þennan fræga stað
að segja, en þessar sagnaleifar vitna, að margvísleg-
ur fróðleikur um þennan stað er glataður. Gleymsku-
slæðan 'hefur lagzt yfir staðinn, og smám saman hef-
ur hann fengið á sig hálfkynjalegan þjóðsagnablæ,
IV.
Hvernig er þá umhorfs á húsarústunum sjálfum?
Litið á þær í fljótu bragði eru þær afar ógreinileg-
ár. En þegar betur er að gætt, sést votta fyrir húsa-
þyrpingu allmikilli. Lyng og mosi vex á rústunum
og hefur gert sitt til þess að slétta ójöfnur og fylla
lægðir milli veggjabrota.
Daniel Bruun gerði uppdrátt af staðnum, og virð-
ist mér hann vera nærri réttu lagi, hvað snertir
landslagið, en öll örnefni við Klaustur vanta á hann,
og er það ókostur. Á hinn bóginn reynir hann að
sýna afstöðu tóptaleifanna hvert við annað, en hvergi
verður það séð af skýrslu hans, að hann hafi graf'S
í rústirnar2) að neinu ráði. Bruun hefur verið sagt,
í x) Réttara mun vera, að HellishlíS sé austan við Runu-
kvísl, enda er hellir þar út og upp í brúninni, sem nefnist
Bjarta-baðstofa, og þar lágu gangnamenn fyrrum við smala-
mennsku.
2) I ritgerSinni: Dómkirkjan á -Hólum í Hjaltadal
(Safn til sögu íslands V bls. 130) er stuðst við kirkju-