Blanda - 01.01.1928, Page 189
i83
að syðsta og austasta rústin hafi verið kirkja; „en
það er með öllu óvíst, hvar hún hafi verið,“ bætir
hann við. Það er sjálfsagt rétt, að það sé mjög óvíst,
°g ábyggilegt er það, að slík munnmæli eru löngu
gleymd. Veit eg ekki af neinum, sem bent geti á
kirkjurústina.
Þrátt fyrir það, getur Daniel Bruun haft rétt fvr-
ir sér. Það gerir og veggjaleifar allar enn ógreini-
legri, að hingað og þangað eru grafnar smáholur.
Vitna þær um forvitni ferðamanna, en verða þó að
teljast skemmdarverk á merkilegum byggðaleifum.
Bruun telur „kirkjuna" þrískipta verið hafa og stærð
hennar 5X5. io X 7 og 5 X 7 skref (= metra?).
Eg hygg að nú sé næsta örðugt að átta sig á þessari
tópt, og jafnvel á fleiri húsabrotum, sem hann sýnir.
Hygg eg, að lega húsanna yrði nokkuð önnur, ef
undirstöður tóptanna yrðu rannsakaðar. Mér virtist
syðsta og austasta tóptin vera sporöskjulöguð í norð-
urendann og vera um 14 metrar á lengd. Rétt þar
fyrir norðan er rétthyrnd tópt um 9 X 4 m. að stærð.
Meðfram þeirri rúst er garður að vestanverðu og
litið veggjabrot austan við hann. Að austanverðu
við sporöskju-„endann“, er lítil kollótt hólvera, og
gæti það verið ævaforn öskuhaugur.
Það er alveg gagnslaust, að gera uppdrátt af rúst-
unum, meðan ekki er í þær grafið til úrslitaleitar
ú undirstöðum veggjanna, því að stærð og lögun
sumra tóptanna er ekki hægt að ákvarða án þess.
Þar sem tóptaleifarnar eru hygg eg að muni vera
fremur grunnur jarðvegur, því að rétt ofan við þær
eru hlíðarræturnar skriðurunnar. Og þó að rústirn-
lýsingu D. Bruuns á kirkjunni á Klaustti, en Bruun segir
sjálfur, að það sé „með öllu óvíst hvar kirkjan hafi verið“,
og hann gróf ekki í neinar rústir þar, eins og áður er
bent á. Er því þetta „kirkju“-vitni alveg gagnslaust.