Blanda - 01.01.1928, Síða 190
184
ar séu allstórar um sig, mun ekki verða mjög kostn-
aðarsamt að grafa niÖur í undirstöður veggja, þeg-
ar þar að kemur. En það verður að gerast fyr en
síðar, þvi að annarsstaðar á landinu jafnfjarri sjó,
eða hátt frá sjávarmáli, munu vart finnast merki-
Iegri byggðarleifar. Eins og áður er sagt, hafa víða
verið grafnar smáholur í tóptirnar, og þó að ekki
hafi fundizt þar merkilegir gripir, eru þó sagnir um,
að vart hafi þar orðið við fuglabein og kindabein
ásamt fleirum álika minjum, sem sýna það ótvírætt, að
þarna hefur verið gömul hyggð. Og það, ásamt rústa-
leifunum sjálfum,styður vel ýms atriði munnmælanna.
Það er líklegt, aö þarna fari allar efnabreytingar í
jarðvegi mjög hægt, því að staðurinn liggur svo hátt,
að klaka leysir þar mjög seint úr jörðu. Ættu því bein
og fleira að geta geymzt þar litið rotin furðu lengi.
Merki sáust þess, að grafið hefði verið austan í
Hraunþúfu þá, sem áður er lýst, og það eru varla
mjög mörg ár síðan. En að öðru leyti mun hún
óhreyfð vera, frá fyrstu gerð hennar, en líklegt þyk-
ir mér, að hún geymi gamlar minjar.
Þá er það með öllu fráleitt, að hirzla sé grafin í
Hraunþúfuhöfðann, eins og almenn munnmæli segja.
Gras- eða mosalagið ofan á honum er aðeins nokk-
urir sentimetrar á þykkt, og undir því er blágrýtis-
bergið. Held eg því að sá hluti munnmælanna sé
hégómi einn, eða þá mjög úr lagi færður, frá upp-
runa. En aðalkjarni munnmælanna er réttur, að
þarna hefur verið byggt og búið, hvort sem verið
hefur þar klaustur eða ekki. Sterkt vitni um að
kirkja hafi þarna verið er klukku-sagan, sem getið
er um hér að framan, og það fær góðan stuðning í
heildar-frásögn munnmælanna. Gröptur í rústirnar
mundi taka af skarið í þessu atriði, og hefði verið
þar kirkja, (eða bænhús), sem eg álit sennilegt, að