Blanda - 01.01.1928, Page 191
185
veri'Ö hafi, ætti kirkjugaríSur að finnast þar i nánd.
Þó aÖ munnmælin segi svo frá, að byggð þessi hafi
eyðst í Svartadauða, þá er það miklu liklegra, að
það hafi verið komið löngu fyr í eyði. Því að það
er hvorttveggja óhugsandi, að þarna hefði haldizt
byggð svo hundruðum ára skipti, eða til 15. aldar, og
engin minnsta bending um kirkjustað þarna hefði
fundizt i einhverjum gömlum skjölum eða bréfurn
snertandi Hof í Vesturdal.
Allmargt af eyðikotum þekkist enn í Vesturdal fyr-
ir framan Hof;1) mörg þeirra eru afarforn, og frá
þeim hefur verið skemmra að sækja kirkju að
Klaustri en út (norður) að Hofi.2) Mætti því gizka
á, að á Klaustri hefði verið kirkja þeirra dalbúa, þó
að vegur þangað væri vondur og staðurinn afskekkt-
ur. Um þetta verður vitanlega ekkert fullyrt, en bent
skal á það, að hvergi var fegurri kirkjustaður til
frammi í fjöllunum, þegar útdalnum sleppti, en ein-
mitt þarna. Hefur það aukið fegurð dalsins í forn-
öld, að hlíðar hafa þar verið skógi vaxnar og hrís-
lendi meira í dalnum þá en nú.
Asauðarland hefur verið þar afbragðsgott, og tún-
stæði var einna álitlegast á þessum stað. Voru því
sæmileg skilyrði til þess, að þarna risi upp blómlegra
1) Daniel Brtiun telur þessi í Eyðibyggðariti sínu: Stafn,
Snorrahús, Þrælsgerði og Hringanes (öll í Þorljótsstaða-
Þndi) ennfreraur telur hann Þorljótsstaði þá (1897) í eyði,
en jörðin hefur verið byggð síðan. Auk þess þekkjast í
landinu Hrafnsstaðir og Skógar; (eptir óprentaðri örnafna-
lýsingu, sem ég á).
2) Eins og mörgum er kunnugt var alkirkja á Hofi
fram undir siðabót. 1461 eru 2 prestar þjónandi í Goð-
dölum og einn á Hofi. Þó er skammt á milli. (Sumstaðar
var prestafjöldinn enn meiri, t. d. að taka á Breiðabólsstað í
Vesturhópi tveir prestar og tveir djáknar að auki).