Blanda - 01.01.1928, Side 192
i86
býli en annarsstaÖar í framdalnum, og meiri myndar-
bragur á húsagerS, og það gat átt sinn þátt i því,
að þar væri kirkja byggð frekar en annarsstaðar.
Eins og áður er sagt, mælir sumt á móti því, að
þarna hafi verið (munka)klaustur. Samt er það ekki
útilokað, þó að fyrir því vanti áreiðanlegar heim-
ildir. Og líkur til þess mætti færa þessar:
Klaustrasagan sýnir, að hin fyrstu klaustur voru
reist á mjög afviknum stöðum, jafnvel hátt á fjöll-
um uppi, svo að veraldarvafstur og skarkali truflaði
klausturlifið sem minst.
Naumast var hægt að fá afviknari stað en þennan
nálægt jöklinum — til guðræknislegrar iðju og
friðsamlegs lifernis, ef baráttan fyrir daglegum þörf-
um lífsins hefði verið að sama skapi létt, en það hef-
ur hún varla verið, því að í snjóavetrum hefur þar
orðið hart í búi. Eg hef hér framar bent á skýringu
á nafninu — Claustrum, — en eins og þar er getið,
útilokar það eigi, að þarna hafi einhverntíma risið
upp klaustur eða andlegrar stéttar stofnun, eins og
munnmælin segja. Og því verður eigi hrundið til
fulls, með þeim gögnum, sem kostur er á nú, að
munnmælin geti verið sönn í aðalatriðum. Kirkju-
gripirnir, sem áður er getið um, og þar eiga að hafa
fundizt, bera að minnsta kosti vitni þess, að þar hafi
tíðagerð verið framin, og þá að sjálfsögðu í kirkju
(eða bænhúsi).
Einnig er það merkilegt, að mjög fáheyrt biblíu-
nafn skuli finnast hjá Klaustri, og er naumast ætl-
andi alþýðu, að hafa búið það til út í bláinn; hvort
sem smalinn hefur heitið Holofernis — eins og sag-
an segir, og reyndar er ótrúlegt, — eða það hefur
veriö munksheiti, auknefni einhvers eða því um likt.
Og þó að ástæður þessar séu enganveginn nægt-
leg sönnun fyrir því, að þarna sé fornt og merkt-