Blanda - 01.01.1928, Page 195
189
24. Séra Jakob Benediktsson, Glaumbæ, 9. febr.
1910 til 6. nóv. 1910, f. 1821.
25. Séra Þorsteinn Þórarinsson, Heydölum, 6. nóv.
1910 til 7. jiiní 1917, f. 1831.
26. Séra Stefán Stephensen, Mosfelli, 7. júní 1917
til 10. marz 1922, f. 1832.
27. Jörgen Trampe frá 10. marz 1922 til 12. ágúst
1926, f. 1838.
28. Séra Tómas Björnsson frá Barbi, 12. ágúst
1926 til 4. apríl 1929, f. 1841.
29. Séra Jens Hjaltalín, Setbergi, síÖan 4. apríl
1929, f. 1842.
Af skrá þessari, sem eg ætla, aÖ sé rétt, má meðal
annars sjá, hve aldurshæð hinna lærðu manna er
mismunandi, er þeir hafa orðið aldursforsetar. Á
þessum rúmum 100 árum hefur orðið yngstur ald-
ursforseti séra Þorsteinn Þórarinsson 79 ára, og
er það einkennilega lág aldurshæð, til að ná því sæti,
en allur þorrinn hefur verið miklu eldri og 3 (Þórar-
inn Erlendsson, Benedikt Eiríksson og Páll Melsted)
komnir yfir nirætt, og þeirra elztur séra Þórarinn
á 94. ári, er hann varð aldursforseti, og hélt þó tign-
inni 5 ár, enda elztur allra lærðra manna hér á landi
á síðari tímum (á 99. ári). Af skrá þessari sést, að
séra Magnús Bergsson hefur lengst haldið aldurs-
forsætinu eða 10 ár samfleytt (1883—1893), en
næstir honum Bjarni amtm. og Páll Melsted, tæp 7
ár hvor, séra Þorleifur í Hvammi og séra Þorsteinn
Þórarinsson ár hvor, en aðrir þaðan af skemur.
Þess skal getið, að við lát séra Jóns lærða í Dunhaga
(5. sept. 1846) var á lífi séra Þórður Þorsteinsson
uppgjafaprestur i Ogurþingum, er andaðist 15. okt.
s. á., 86 ára gamall, fæddur 23. septemher 1760, eu
af því að séra Bergur Jónsson var fæddur í septem-
ber s. á., en óvíst um mánaðardaginn, þá hef eg talið