Blanda - 01.01.1928, Page 198
192
Vegabréf.
[Eptir blaði með hendi Jóhanns Briems siudents á Stóra-
núpi].
Hérmeð kunngerist, að stúlkan Vilborg Sigurðardóttir
ætlar nú vistferlum héðan úr bænum norður í Húnavatns-
sýslu, og er hún til þess fullkomlega frjáls, hvort hún vill
heldur fara norður, suður, austur og vestur, og eptir öll-
um strikum kompássins; hvort hún vill heldur ganga eða
hlaupa, stökkva, klifra, skriða, fara á handahlaupum, sigla
eða fljúga. — Áminnast hérmeð allir karlmenn um, að fikta
ekkert við hana, frekar en hún sjálf leyfir, og engar hindr-
anir henni að gera, ekki bregða henni hælkrók, né leggja
hana á klofbragði, heldur láta hana fara frjálsa og óhindr-
aða, húrrandi í loptinu, hvert á land sem hún vill, þar eð
hún hefir hvorki stolið né rænt, ekki drepið mann né logið,
ekki svikið né neitt gert, sem á verði haft. —
Lýsist hún því hérmeð fri og frjáls fyrir öllum sýslu-
mönnum og hreppstjórum, böðlum og besefum, kristnum
sem ókristnum, guðhræddum sem hundheiðnum, körlum
sem konum, börnum og blóðtökumönnum, heldur áminnast
allir og umbiðjast að hjálpa nefndri Borgu og greiða veg
hennar, hvort heldur hún vill láta draga sig, aka sér, bera
sig á háhesti, reiða sig í kláfum, reiða sig á merum eða
múlösnum, tryppum eða trússhestum, gæðingum eða grað-
ungum, í hripum eða hverju því, sem flutt verður á. —■
Þetta sé öllum til þóknanlegrar undirréttingar, sem sjá
kunna þennan passa. Enginn sóknarprestur þarf að skrifa
hér upp á.
Reykjavik, 25. maí 1886.
B. Gröndal.