Blanda - 01.01.1928, Page 200
194
lofaÖi séra Illhuga ásamt 3 öSrum prestum á Kleifa-
þingi 12. sept. 1628 aÖ vinna synjunareið meÖ hon-
um í galdramáli hans. En þá er málstaður séra 111-
huga tók að þykja iskyggilegri við snögglegt fráfall
ákæranda hans, Arnbjarnar Arnbjarnarsonar, skarst
séra Magnús og hinir prestarnir úr leik, og neituðu
að sanna eiðinn með séra Ulhuga. Var séra Magnús
í helmingadómi á Kleifum um þetta mál 15. maí
1629, þar sem séra Ulhuga var dæmdur tylftareiður,
er séra Magnús og prestarnir vissu vel, að hann gat
ekki fram komið, er þeir neituðu honum um eiðvætti.
Þóttist séra Ulhugi þá illa svikinn, sem von var, og
hefur þá snúið reiði sinni á séra Magnús, sem for-
sprakka hinna prestanna, er loforð sin brugðu. Bætt-
ist það einnig ofan á, að eptir að séra Illhugi var
dæmdur frá prestsskap á alþingisprestastefnu 1629
var séra Magnúsi veitt Kálfafell, og átti hann að
taka við því af séra Illhuga vorið 1630. Við þá út-
tekt (31. maí) samdi þeim prestunum illa, og er þar
fóturinn fyrir þjóðsögunni um „útburð" séra 111-
huga frá Kálfafelli. Stefndi þá séra Magnús Illhuga
til alþingis um sumarið, og fékk þar úrskurðað, að
ný úttekt skyldi fram fara á Kálfafelli, sem og varð
þá um sumarið (6. og 7. ágúst) 1630. Varð séra
Illhugi þar harðar úti en fyr, og löngu síðar stefndi
hann séra Magnúsi til alþingis 1639 í þessu sama
máli, en þau málalok eru ókunn; hefur séra Illhugi
naumast fengið nokkra rétting síns máls. Hin síð-
ustu afskipti séra Magnúsar af galdramáli séra 111-
huga voru þau, er hann á Laxárholtsþingi 10. okt.
1632 neitaöi að hlýðnast lögmannsdóminum 1630, er
skyldaði hann og hina prestana til að sverja álit
þeirra, hvort þeir teldu Illhuga eiðinn særan eða ekki.
Er ýmislegt, sem bendir til þess, að séra Magnús
hafi lítt hlífzt við séra Illhuga, er hann var í mest-