Blanda - 01.01.1928, Page 202
196
biskup haf'Öi faliÖ Eiríki Sigvaldasyni lögréttumanni
á Búlandi að hafa umsjón með jörðinni og byggingu
á húsum spítalans. Hafði Eiríkur látiS reisa bú á
hálfri jörðinni, og tekið 3 fátæka menn til fram-
færslu, en gert þar allmiklar húsabyggingar fyrir
spítalatillagið. En með því að Eiríkur bjó alllangt frá
spítalanum og var þá tekinn fast að eldast, hefur
umsjóninni eflaust orðið eitthvað ábótavant, og þá
var það, á alþingisprestastefnu í Þingvallakirkju sum-
arið 1656, að Magnús prófastur og séra Þórður Guð-
mundsson á Kálfafelli vittu opinberlega stjórn spít-
alans, og átti þar Brynjólfur biskup helzt hlut að
máli sem yfirumsjónarmaður eða yfirstjórnandi spít-
alans. Töldu þeir prófastur ofmikið lagt í kostnað
við húsabyggingar þar, en þar þyrfti engu til að
kosta nema afgjaldi jarðarinnar til að ala önn fyrir
þessum 3 ómögum, er þar væru þá, og það buðust
þeir prófastur og séra Þórður þegar til að gera, án
alls annars tillags. Tók biskup því boði og gerði
samning við þá, að þeir fengju Hörgsland til um-
ráða með þessum skilyrðum frá fardögum 1657 til
fardaga 1658. En þjóstur allmikill var í biskupi, eink-
um gegn prófasti, eins og ljóslega kemur fram í bréfi
til hans 13. nóv. 1656, þar sem hann getur um þá
„minnilegu, opinberu áminning", er hann og séra
Þóröur hafi veitt sér optar en einu sinni, og að eng-
inn mundi frekar eða meira opinskátt hafa áminnt-
ur verið hér á landi undir bannfæringu, og þetta muni
þeir gert hafa honum til víðfrægðar(!) heldur en
til ófrægðar(!) etc. Og er auðséð á þessu bréfi o. f 1.,
að biskup er prófasti allreiður, enda bar þeim þá á
milli út af séra Þorleifi Magnússyni á Sandfelli og
prestskosningu þar í stað hans. Vildi biskup reka séra
Þorleif þá um haustið (1656) frá Sandfelli, en próf-
astur vildi láta hann vera þar kyrran til vorsins, og