Blanda - 01.01.1928, Page 204
iqB
mátt prófasts, skipuðu þá fólkinu að standa upp og
var því hlýtt, en prófastur var studdur að altarinu
og afskrýddur, og féll hann svo fram til bænar, og
meÖ því var guðsþjónustunni lokið. Því næst var
hann studdur fram í kirkjuna og settist þar þegjandi,
en var svo studdur inn í bæ og lagSist þar fyrir.
Þetta barst svo til eyrna Brynjólfi biskupi, og tók
hann sér þá ferð á hendur úr Skálholti rakleiðis aust-
ur á SíSu um sumariS, og tók meS sér aldavin sinn
séra Þorleif prófast Jónsson í Odda. Hélt biskup
rannsókn um þetta á Kirkjubæjarklaustri 17. júlí 1659
og krafSi sóknarmenn þar sagna um guSsþjónustu-
gerS prófasts á hvítasunnudag. Báru sóknarmenn þá,
aS þeir teldu ávirSingu séra Magnúsar fremur hafa
stafaS af sjúkleika en ölskap eða ofdrykkju, og var
þaS auSvitaS gert af línkind viS prófast, er sjálfur
gat ekki synjaS fyrir, aS hann hefði bragSaS brenni-
vín þennan hvítasunnumorgun, en þaS hefSi mjög
htið veriðf!). Kom þaS og fram í vitnisburSunuin,
aS prófastur hefði optar, þá er margt fólk hefSi ver-
iS til altaris, orðið aS styðja sig viS altariS, og var
þaS eignaS sjúkleika, en virðist benda á, aS prófast-
ur hafi optar en í þetta skipti veriS hreyfur af víni
við altarisgöngu. Annars fékk prófastur góðan vitnis-
burS hjá sóknarfólki sínu fyrir kenningu og hegSan
og óskaði þaS aS halda honum sem lengst sem presti.
En Nikulás ÞormóSsson klausturhaldari og kona
hans kváðu láta sér lynda, aS prófastur héldi þar
prestsskap, ef þau mættu framvegis, eins og nokkra
hríð aS undanförnu, vera til altaris hjá Ásapresti í
Skál á SíSu, og sýnir þaS, aS eitthvert missætti hefur
veriS milli prófasts og Nikulásar, þótt ekki sé nánar
um þaS kunnugt. Vitanlega hefur biskupi verið full-
ljóst, aS yfirsjón prófasts á hvítasunnudag hafi staf-
aS af ofdrykkju, en meS.því aS hann taldi réttara