Blanda - 01.01.1928, Side 205
199
að færa hvert mál til betri vegar, og sakir þess, að
sóknarmenn báðu heldur fyrir hann, þá lét biskup
sér nægja, aÖ skipa séra Magnúsi að taka þegar í
stað aðstoðarprest, og árétti það síðar í bréfi til
Nikulásar klausturhaldara og annara, að þeir styðji
að því, að séra Magnús taki sér sem fyrst aðstoðar-
prest, því að hann megi engin prestsverk gera. Tók
hann þá Jón Sigmundsson (frá Ásum) til aðstoðar-
prests og vígði biskup hann 31. júlí 1659, og bauð
honum að hafa alla kennimannlega þjónustu á hendi,
bæði fyrir altari og í prédikunarstól, en séra Magnús
enga. Jafnframt ritaði biskup séra Magnúsi, að hann
skyldi búa og breyta „góðmannlega og hugarlátlega“
við séra Jón, „fyrir utan allan ofstopa, ábúð og ill-
indi“, og er eins og biskup búist við miður góðu
atlæti af hálfu prófasts við hann. Mun og prófasti
hafa þótt hart, að vera sama sem settur af öllu kenni-
mannlegu embætti, þótt hann héldi kallinu og próf-
astsembættinu, og þess vegna fékk hann sóknarmenn
sina til að rita tvær bænarskrár til allsherjarpresta-
stefnu á alþingi 1660; var hin fyrri ds. i febrúar, með
mörgum undirskriptum, og þess óskað þar innvirðu-
lega, að þeir mættu njóta embættisþjónustu séra
Magnúsar sjálfs, „vegna þeirra sérdeilis nákvæmra
gáfna, sem honum séu léðnar af prédikunarstólnum",
eins og það er orðað í þessu skjali; síðari bænar-
skráin, ds. 1. júní 1660, tók fram, að Kirkjubæjar-
sókn þyldi ekki að hafa 2 presta, og þess óskað, að
aðstoðarprestinum yrði létt af kallinu sakir fátæktar
þess, en séra Magnús væri ómegð hlaðinn með 8
bömum, öllum yngri en 12 ára. Var það úrskurður
alþingisorestastefnunnar (29. júní 1660), að séra
Magnúsi væri leyfilegt að þjóna fyrir altari og í préd-
ikunarstól, og koma aðstoðarprestinum af sér, svo
framarlega sem tveir heiðvirðir sóknarmenn sverji,