Blanda - 01.01.1928, Page 206
200
að veikleiki en ekki drykkjuskapur hafi að þeirra
hyggju valdið misfellunum í embættisgerð prófasts
á hvitasunnudag árið áður. Hefur séra Magnús ef-
laust getað fengið þessa ei'Samenn, því að séra Jón
Sigmundsson virðist hafa vikið burtu skömmu eptir
1660, og séra Magnús þá tekið viS allri kennimann-
legri þjónustu, tók ekki aðstoðarprest fyr en 1667
Bjarna Hallason, svo 1670 Þórð Þorsteinsson, síðar
prest í Villingaholti, var svo aðstoðarprestslaus 3
ár (1673—-1676), en tók siðasta aðstoðarprest sinn
1676 Einar Bjarnason eptirmann sinn. En svo er að
sjá, sem séra Magnús hafi ekki lagt niður drykkju-
skap sinn, þótt hann slyppi með naumindum frá
hvítasunnuhneykslinu, því að þá er Brynjólfur biskup
var í síðustu yfirreið sinni 1672 og kom að Kirkju-
bæjarklaustri 17. sept., á heimleið úr Austfjörðum,
mun hann hafa frétt, að séra Magnús mundi ekki
sem bezt fyrir kallaður, og sendi þá mann rakleiðis
með bréf til prófasts að Hörgslandi og skoraði á
hann að gegna skyldu sinni sem héraðsprófastur og
sóknarprestur við visitasíu biskups í Kirkjubæ dag-
inn eptir. Kom prófastur einnig þangað þann dag
(18. sept.) fyrir hádegi, þá er visitasian var langt
komin, en var þá svo drukkinn og óþjáll og hafði
svo mikinn hávaða í frammi, að biskup gat engu
tauti við hann komið eöa lokið erindum sínum við
hann í það skipti. En biskup tók skriflegan vitnis-
burð um þetta hjá fylgdarmönnum sínum s. d. þar
i Kirkjubæ, og undir þetta vottorð ritaði einnig séra
Þórður Þorsteinsson, þáverandi aðstoðarprestur séra
Magnúsar. Að sjálfsögðu hefur prófastur orðið að
biðja biskup vægðar og fyrirgefningar á þessu ósæmi-
lega hátterni, en ekki er að marka, þótt þess finn-
ist ekki getiS, með því að bréfagerðir biskups frá
þessu ári (1672) eru glataðar. Féll vinsamlega á með