Blanda - 01.01.1928, Page 207
201
honum og biskupi eptir þetta (sbr. vingjarnlegt bréf
frá prófasti til biskups 14. okt. 1673) og 27. júní
1674 er séra Magnús staddur í Skálholti og fær þá
hina siSustu allsherjarkvittun hjá biskupi fyrir inn-
heimtu biskupstíunda í Skaptafellssýslu, er prófast-
ur hafÖi haft á hendi frá 1666; þakka þeir þar hvor
öðrum fyrir allt gott, „alla æru og tryggÖ“, sem hvor
hafi hinum auÖsýnt etc. Er auÖsætt, a'S biskup hefur
metiÖ mikils hæfileika séra Magnúsar, og þótt mikið
í manninn spunnið, því að ella mundi hann ekki hafa
haldið vináttu við hann eða falið honum trúnaðar-
störf, jafnkunnir sem honum hafa þó verið brestir
hans, t. d. ofmikil vínnautn og þar af leiðandi óprest-
legt hátterni.
Eptir að Þórður biskup tók við stólnum lét hann
séra Magnús hafa á hendi bæði umboð Hörgslands-
spítala og eins innheimtu biskupstíunda í Skaptafells-
sýslu, eins og hann hafði haft hjá Brynjólfi biskupi,
og hélt hvorutveggju til dauðadags. Og ekki vildi
Þórður biskup láta rýma honum, gömlum manni, burt
frá Hörgslandi, meðan hann vildi vera, því að það
væri ómannúðlegt, og mundi einnig verða erfitt að
koma þar öðru fyrirkomulagi á við spítalahaldið, með-
an séra Magnús hrykki við, því að hann væri ekki
„allra bokki“, sbr. bréf biskups 9. des. 1677 til Sig-
urðar lögmanns Björnssonar, er vildi gera breytingu
á spítalanum. 1685 vildi séra Magnús segja af sér
prófastsembættinu, en biskup hvatti hann til að halda
því áfram, og það varð. Hélt hann prestastefnu um
hjónaskilnað austur í Bjarnanesi 26. maí 1685, og
aðra á Kirkjubæjarklaustri 11. maí 1686 um trúlof-
unarmál, rúmum mánuði fyrir andlát sitt, en hann
andaðist á Hörgslandi 14. júní 1686, og segir í einni
heimild, að hann hafi dáið þar fyrir altarinu, en
þar var þá kirkja (bænhús) í þann tíð og fram á