Blanda - 01.01.1928, Page 208
202
i8. öld, og getur því vel veriö, a?S þessi sögn sé rétt,
og aÖ dauða hans hafi annaÖhvort borið brátt að,
eða hann látið bera sig á deyjanda degi út í kirkjuna,
til að deyja þar fyrir altarinu. Var, að sögn eptir bón
hans, jarðaður þar sem flestir gengju, í miðjum garði
klausturkirkjunnar, þar sem gengið var úr klaustrinu
(bænum) út í kirkjuna.
Séra Magnús hefur verið gáfumaður og vel lærð-
ur, eptir ]dví sem þá tíðkaðist, kennimaður góður og
röggsamur, mikilhæfur, örgeðja og stórbrotinn, ef því
var að skipta, enda allmjög hneigður til vínnautnar.
Er sagt, að hann hafi verið mjög þunglyndur og
sturlaður á geðsmunum optlega, og bendir margt á,
að það muni rétt vera. Var hann að ýmsu leyti ein-
kennilegur maður og öðruvísi en fólk flest. Þá er
hann var nýorðinn prestur (í Meðallandsþingum) sá
hann sýn mikla 19. des. 1628, og dreymdi draum
nóttina eptir. Er þessi „vitrun“ hans í ýmsum hand-
ritum, en hefur ekki verið prentuð. Hin mikla drauga-
og djöflatrú séra Magnúsar, eins og hún lýsir sér
í mörgum kvæðum hans, sýnir, aö höfundurinn hef-
ur verið andlega veiklaður. Sést það t. d. á kvæði
hans „Djöflafælu“ („Almáttugur guð allra stétta“)-
því að þar hyggur höf. að einhverjir illir andar úr
undirdjúpunum hafi verið sendir til að sturla hann;
er hann þar að særa illa anda frá sjálfum sér, og
lýsir djöflinum allrækilega. Á því er enginn efi, að
séra Magnús hefur haft fjölkyngi og særingar um
hönd, enda hefur farið mikið orð af honum sem
galdramanni meðal samtíðarmanna hans, og var hann
sóttur víðsvegar að, til að koma af draugagangi og
kveða niður sendingar, og það segir fullum fetum
jafnmerkur fræðimaður, eins og séra Jón Halldórs-
son í Hítardal, sem kominn var til vits og þroska
meðan séra Magnús var enn uppi. Segir hann bem-