Blanda - 01.01.1928, Page 209
203
línis, að séra Magnús hafi komið af (þ. e. komið
fyrir) apturgöngu Hö f'ðabrekku-Jóku, og vísað norð-
ur til jökla, svo að hún hafi ekki gert skráveifur
eptir það, en svo hafi verið röm ásóknin að fyrri
konu hans af völdum Galdra-Illhuga prests, að séra
Magnús með allri sinni kunnáttu hafi ekki getað var-
ið hana, og draugurinn drepið hana í fangi inanns
síns. Slíku hafa menn þá almennt trúað, og séra J.
H. talar ekki um þetta sem þjóðsögu, heldur svo
sem það væru áreiðanleg sannindi. Og þá er trú sam-
tíðarmanna séra Magnúsar var svo sterk á kyngi-
^rapti hans, þá er engin furða, þótt fjölkyngi hans
niagnaðist enn meir í alþýðusögnum eptir daga hans.
Hafa og kvæði hans sum eflaust eflt galdraorðstír
hans hjá almenningi, bæði meðan séra Magnús lifði
°S eptir hann látinn. En meðal kvæða hans er „Skjöld-
ur“ („Faðir á himnum, faðir þjóða etc.) hið magn-
aðasta særingakvæði, og hefur átt að vera eins kon-
ar Fjandafæla til að reka burt drauga og vofur og
allskonar illa anda, enda eru þeim ekki vandaðar
kveðjurnar í „Skildi".1). í svipuðum tón, en miklu
vœgari, er „Djöflafœla“, sem áður er getið, og sömu-
tóðis „Tyrkjasvœfa“, þar sem höfundurinn tekur
Tyrki til bænar á sína vísu. Það kvæði er prentað
1 Tyrkjaránssögu, útg. Sögufél. bls. 515—523, og mun
fátt annað prentað vera af ljóðmælum séra Magn-
l,sar- Samkynja þessum kvæðum er ennfremur kvæðið
>Varnaðarréttur“ eða „samtal Satans og syndugs
'»uinns“, ort af séra Magnúsi, 33 erindi. Djöfullinn
kemur að sækja manninn, en vinnur ekki á, því að
syndarinn (séra Magnús sjálfur?) er hvergi smeikur
J) Kvæði þessu má ekki blanda saman við samnefnt
kvaeði eptir Árna BöSvarsson á ökrum, sem er alls annars
efnis. Sá „Skjöldur" var prentaður í Hrappsey 1774.