Blanda - 01.01.1928, Page 210
204
viÖ Satan, því að hann kveðst brynja sig bæninni
og trúnni og særir hann svo djöfulinn frá sér „í
vítispín" og biður guð að binda þennan bölvaða hund
og leyfa honum ekki einu sinni að fara í svínin etc.
Kvæðið „Veraldarspegiir (í handritasafni F. Magn-
ússonar í Oxford) er og talið ort af séra Magnúsi.
Hann orti einnig sálma, þar á meðal „Svanasöng“
eða andlátssálm, sem enn er til, en kvæðabók hans,
sem virðist hafa verið enn eystra um 1800 eða leng-
ur, mun nú glötuð, en einstök kvæði hans eru nú á.
víð og dreif í handritum, og þó ekki mörg, því að
hinna helztu hefur þegar getið verið. í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar eru nokkrar þjóðsagnir um séra
Magnús (um viðskipti hans við séra Illhuga, um
Höfðabrekku-Jóku, Flóða-Labba etc.) og í þjóðsög-
um þeim, er dr. Jón Þorkelsson þj óðskj alavörður
safnaði til og gefnar voru út i Rvik 1899 er dálítill
þáttur um séra Magnús (bls. 271—279). Hann er
þjóðkunnasti galdraklerkurinn hér á landi á síðari
hluta 17. aldar, samhliða þeim séra Einari galdra-
meistara á Skinnastöðum og séra Eiríki á Vogsósum-
Þessir 3 herrar voru galdraþrenningin í guðsmanna-
hópnum íslenzka á þeirri tíð.
Séra Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Margrét Einarsdóttir frá Hörgslandi Stefánssonar,
af ætt Gissurar biskups, en hin síðari (1646) Sigríður
Sigurðardóttir prests í Goðdölum Jónssonar.
Ein dóttir síra Magnúsar, Margrét, átti séra Bjarna
Hallason, er var aðstoðarprestur séra Magnúsar 3 ar,
sem fyr er getið, en síðar prestur á Kálfafellsstað.
Um fráfall hans er alleinkennileg sögn, í prestaæfuiu
framan við prestsþjónustubók frá Kálfafellsstað (1
Þjskj.). Þar segir svo: „Nær eð séra Bjarni Halla-
son var boðinn i brúðkaup Páls (á að vera ísleifs)
Einarssonar sýslumanns, gerði um sömu mundir mag-