Blanda - 01.01.1928, Síða 211
205
ur hans (þ. e. tengdafaðir) séra Magnús Pétursson
honum boð að finna sig, áður dæi, sem þá lá veikur;
hinn sinnti meir brúðkaupinu, en þann sama dag,
sem séra Bjarni kom heim til sín aptur, dó séra
Magnús Pétursson, en prestur varð óður um kveld-
ið, slapp frá fólkinu, fannst hjarandi morguninn eptir,
haföi sprungið af ofboði“. Nú er það rétt, að ísleif-
Ur sýslumaður (f 1720) kvæntist einmitt 1686, sama
ar og séra Magnús andaðist, sem var um vorið (14.
Juní), en sú skekkja er í sögninni, að séra Bjarni
andaðist ekki þá þegar, heldur rúmum tveimur árum
S'ðar, því að það má telja vafalaust, að hann hafi
cláið haustið 1688. En samt munu einhver sannindi
hggja til grundvallar fyrir sögn þessari, t. d. að séra
klagnús hafi á deyjanda degi gert séra Bjarna tengda-
syni sinum boð að finna sig, en hann ekki sinnt því,
uietið meira veizlufagnaðinn, en orðiS síðan ekki sam-
Ur maður af samvizkusturlan, en hinsvegar alrómað,
að séra Magnús var ekkert glettingabarn i lifinu, og
því engum heillavænlegt, að skella skolleyrunum við
siðustu ósk hans, og sízt fremur nátengdum manni, en
vandalausum.
Einn son séra Magnúsar var Tómas faðir Kjapta-
Katrínar, er svo var kölluð, og kunnug varð meðal
annars af því, er Hólmfríður kona Bjarna sýslumanns
Halldórssonar lét hýða hana í fjárhúsi í Víðidals-
tungu, er leiddi til leiðinlegra málaferla fyrir Bjarna,
°g varð víst meðal annars til þess að flýta fyrir dauða
Hólmfríðar. — Annar son séra Magnúsar var Björn,
foðurfaðir Sigurðar Magnússonar, fræðimanns á
Hnappavöllum, er Sveinn Pálsson getur um í ferða-
hók sinni, að safnað hafi væng af hverjum fugli,
kvórn úr hverjum fiski, og völu úr hverri kind, og
verið mjög einkennilegur í sjón, augu hans lýst í
myrkri eins og í ketti (sbr. hér áður bls. 190).
H. Þ.