Blanda - 01.01.1928, Page 212
Búnaðarhættir, klæðnaður, venjur o. fl.
um miðja 19. öld.
[Ritað 1916 af Símoni Eiríkssyni í Litladal í Blöndu-
hlíS (f 1925). Hann var fróÖleiksmaður].
Þar e'ð eg hefi veriÖ beÖinn af fornkunningja mín-
um að skrifa upp, ef eg gæti, hvernig hafi verið bún-
aÖarástand í sveit minni á ungdómsárum mínum, og
hvernig þá hafi hagað til í sveit minni, — þá ætla
eg að vogast til að leggja út x það, eptir því er eg
man bezt, þó eg sé til þess í alla staði ófær.
Eg er fæddur 1843, og frá því eg var 7 ára, eða
á tímabilinu frá 1850—1870, man eg vel búnaðar-
háttu bænda. Þeir lifðu þá mest á landbúnaðarafurð-
um, svo sem sauðfé, kúm og hrossum. Höfðu þá
margir bændur beitarhús og selstöðu, og var það
stór hagnaður fyrir búskapinn. Þá fóru menn 2—3
ferðir frá flestum bæjurn á grasafjall, og var grasa-
hálftunnan af vel vinsuðum grösum lögð jafnt og
skeppa af rúg til grauta, og þótti þá góð og holl fæða.
Lika fór einn maður frá næstum hverju heimili með
3—6 hesta og máske fleiri til fiskkaupa á Suður-
land, og keyptu fiskinn fyrir allt, sem nöfnum tjáir
að nefna, svo sem: peninga, smjör, tólg, leður,
prjónles, vaðmál, aska, öskjur, spæni, tinhnappa og
fleira. Þetta var stór hagur fyrir búið; var þá opt
verzlað eptir gömlu lagi. Þegar blautfiskur var keypt-