Blanda - 01.01.1928, Page 214
208
grímsson og þar næst LoÖvík Popp og svo hver af
öðrum. Er þar nú orÖinn höfuðstaður sýslunnar, og
er það mikil framför, en þó álít eg ekki minni fram-
för að því, að á ýmsum bóndabæjum hér í sveit hafa
komið upp ágætar byggingar í stað gömlu moldar-
kofanna, ásamt margvíslegum jarðabótum, þúfna-
sléttun, girðingum, vatnsveitum og mörgu fleira. Vil
eg nefna sem dæmi Frostastaði í Akrahreppi. Þegar
eg var drengur kom eg þar opt. Var þar torfbær og
hann hrörlegur, og eins voru öll peningshús, allt í
frekustu niðurníðslu. En nú álít eg, að sú jörð beri
ægishjálm yfir flestöllum bæjum sýslunnar, og er
þar sýndur bæði vilji og kraptur.
Á þeim árum var verðlag á ýmsu, svo sem hér seg-
ir (hross eru nefnd fyr) : kýr á 12—15 spesíur, ær
á 2 spesíur, gemlingur 1 spesíu, fjórðungur af hangi-
kjöti góðu áttmark, 1 r.dal af lakara kjöti, 1 fjórð. af
góðu spaðkjöti 1 r.dal, af lakara kjöti 4 mörk, tólg
á 20—25 sk. pd., slátur úr fullorðnum sauð á 4—5
mörk, úr veturgömlu og ám 32—40 sk., lambaslátur
20—25 sk. Þá ráku opt hvalir, var þá verð á spiki
1 spesía vættin, en af rengi var vættin 1 ríkisdal, en
megru vættin var 2 mörk. Ýsuband fullorðið var 12
sk. Þá var langvía, er veiddist við Drangey, seld á
4 sk. hver. Þá var látið mætast til kaups hnapphelda
og langvía og klyfberagjörð og langvía. Töðufjórð-
ungur var seldur að vorinu á 20—25 sk., úthey á
10— 14 sk. f jórðungurinn. Reipi voru seld á 1 rd. til
9 marks. Ólarreipi á 2 rd. Kaup vinnufólks var þá
11— 12 spesíur karlmannsins en 6 spesiur kvenn-
mannsins og 3 spjarir að auk, sem hver fékk, bæði
karl og kona, það er þær helzt þurftu við, og öll
plögg á hendur og fætur gefins, nema sjómenn höfðu
lítið eitt meira. Þó kom það fyrir, að bændur veittu
hjúum sínum meiri hlunnindi gefins, eptir því sem