Blanda - 01.01.1928, Side 216
210
fólkiÖ upp á kveldin. En áður farið væri að hátta, var
sungið og lesnar kveldhugvekjur, ýmist Vigfúsar,
Stúrms eða Sveinbjarnar, og sumir Péturs, en þær
voru þá óvíða til. Báru þá allir að sjá mikla lotningu
fyrir guðdómshátigninni; þá var trúað barnslega, og
voru menn mjög fastir á trú sinni, sóttu tíðlega
kirkjur og voru til altaris, og sömdu sig sem kristið
fólk. Kom það þá opt fyrir, að prestar viknuðu, þá
þeir héldu ræður sínar, ekki sízt er þeir fermdu börn,
og hugsast mér, að það hafi verið af hjartaviðkvæmni
en ekki hræsni. Þá héldu prestar fast við guðspjöll-
in og kenndu sumir hart.
A þeim árum voru sárlitlar vegabætur, þar eg til
þekkti hér í sveit, og urðu menn að fara annan krók-
inn upp en annan ofan fyrir voða óveg, þar til Egg-
ert sýslumaður Briem kom að Hjaltastöðum. Fékk
hann þá danskan mann, að nafni Jens Sthær, duglegan
mann; gerði hann fyrstu brýr í Iijaltastaðamýrum;
úr því fóru að koma vegabætur um alla sýsluna, bæði
að áeggjan Briems og svo tóku aðrir sér af því snið.
Voru þá öll vatnsföll óbrúuð og máttu menn því
hleypa í þau upp á líf og dauða, þegar eitthvað lá
á, og var furða hvað það lukkaðist.
Lítil var sigling á þeirn árum, opt kom ekki skip
á vorin fyr en eptir fardaga og kom það opt af ís,
því hann lá stundum lengi fram eptir vori hér við
land. Var þá opt hart um matbjörg á bæjum, mun
það opt hafa hafa stafað af því, að greiði mikill var
veittur viða, og það mest matur, en minna af kaffi-
Þá var mesti fjöldi af umferðarfólki, sem lá eins
og plága á bændum. Sátu sumir þessir umrenningar
marga daga í einu á sama bæ.
Þegar eg var smaladrengur í Djúpadal, gætti eg að
því að gamni mínu, hvað margir komu frá nýári til
sumardags fyrsta, hvað margir fengu góðgerðir og