Blanda - 01.01.1928, Síða 218
212
úr því ferðalagi. Þó gat verið skemmtilegt í þeim túr-
um, ef drukkið var í hófi og engin illindi voru; þá
sungu menn og kváðu gamanvers og vísur, því marg-
ir höfðu mikil og fögur hljóð. — Á vetrum var títt
spilað á spil, einstaka maður lék á langspil, gítar
eða flautu; framdar voru og íþróttir og leikir, svo
sem glímur, handahlaup, allskonar stökk, henda hnoða
í lopt upp og grípa á lopti, senda hnoða milli sín,
og kváðu þeir þetta knattleik, eins ýmsa smáleiki, svo
sem standa á höfði, flá kött, rífa ræfil úr svelli,
brynna álptum, fara í skessuleik og skollaleik og ótal
fleira. Þetta lífgaði fólkið upp og þótti ómissandi
til heilsubótar. Var þá opt tekið i staupinu til hress-
ingar, og æsti það kapp hjá leikurunum, en samd-
ist þá vel. Þá voru tíðlega matarílát hjá bændum úr
tré; var þá borðað úr tréöskum og bollum úr sama;
voru askarnir kringlóttir með þremur gjörðum, tveim-
ur handarhöldum, og bar við með fjórum, og þótti
það mikil prýði. Öll voru lokin mjög fallega útskorin.
Einnig voru búin til ferðaílát undir feiti, er nefndust
öskjur, og voru ýmist úr hvalskíði eða við, mjög hag-
lega útbúnar, og útskorin lokin, eins og á öskunum.
Sumir ríkir bændur áttu matarílát úr tini, voru sumt
stór föt, ýmist grunn eða djúp og voru notuð þá
gestir komu. Þau tóku 6—8 merkur, einnig voru
smærri tinílát til heimabrúkunar. Voru það diskar.
Áttu sumir einnig drykkjarkönnur úr tini, er voru
mjög fallegar, uppmjóar með loki á hjörum, útflúr-
uðu, og var mikil prýSi á því íláti, líka var á þeim
handfang.
Hús voru víðast byggð af torfi og grjóti; voru
mjög hlý. Víða voru baðstofur portbyggðar, sem kall-
að var. Það var vel mannhæðar hátt undir lopt, er
fólkið bjó á. Var gat á loptinu og stigi neðan af gólfi
upp í það. Það var kallað lúkugat, og var á því hurð