Blanda - 01.01.1928, Blaðsíða 221
215
prjónunum sínum.“ Eg kallaði til hennar og sag'ði:
„Ekki veit eg, hvað í þér er, GuSbjörg.“ Hún hló
og sagði: „Það sem af skrimti á mínum ungdóms-
árum var sem menn segja ódrepandi.“ Svona vissi
eg marga. Þar eptir fylgdi kjarkur og þrautseigja.
Smalar áttu yfirleitt vonda æfi. Þó var það mjög mis-
munandi, eptir því er húsbændur voru sinnaðir. Vissi
eg einn, er lét sonu sína um smalatímann liggja á
grjóteyrum milli fjalllendis og engja, hvernig sem
veður var. En óhætt var þeim að sofa, ef þeir gátu
það fyrir kulda og bleytu, því hundar þeirra voru
svo vænir, að þeir gerðu vart við, ef eitthvað kom
á slóðir, er var á dalnum, þvi að á þeim dögum voru
hundar svo vænir, að furðu gegndi, og var það bæði
fyrir upplag hundsins og lægni þess er vandi. Á
þeim árum vissi eg hvergi vænna fjárhundakyn en í
Djúpadal í Skagafirði, og fór svo mikið orð af því,
að þaö var búið að panta opt hvolpana, áður þeir
voru komnir í tíkina. en margir voru þeir grimmir
og óstýrilátir þá í uppvextinum, en ekki mátti berja
þá eða bæla, því þá sögðu bændur, að þeir misstu
kjark. Einum hundi kynntist eg, sem var svo vænn,
að ef smalinn fór nógu langt fram á dalinn, þá mátti
hann vera óhræddur um, að engin ærin yrði eptir,
þó sótsvarta þoka væri. Hann var svartbotnóttur að
lit og hét Viðrus, og svona höfðu margir hundar ver-
ið fyrir mitt minni. Opt lék eg mér að því, þá er
eg var smali í Djúpadal, að senda hund, er eg átti,
neðan frá á og upp undir topp sunnan á Glóðafeyki,
og talaði ekki orð, heldur fór úr blárri peysuermi
og benti hvítum handlegg mínum ö'Srum, og þótti það
rart, er til sáu. Hann var hvítur að lit, rófulaus og
styrfljótur. Hann hét líka Viðrus. Á þeim dögum
hefði eg ekki viljað láta hann fyrir nokkurn hlut,
og jafnvel þó það hefði verið ung stúlka, því eg átti