Blanda - 01.01.1928, Side 222
2IÖ
harðlyndan föÖur, þó hann væri mér góÖur, þá vel
gekk, en hálfleiðinlegur þá illa gekk, og svona var
lund margra manna á þeim árum, þó beztu drengir
væru. Dýravinnsla gekk vel. Þá voru skyttur góðar,
og helztir þeirra voru tveir Bjarnar: annar á Sjávar-
borg í Skagafirði, hinn á Búðarnesi í Hörgárdal í
Eyjafjarðarsýslu. Hann var sæmdur af konungi med-
alíu úr silfri, sem heiðurspening fyrir þann starfa.
Menn lágu á grenjunum svo dægrum skipti, opt kald-
ir og blautir í hríSarveðrum, meðan á þeirri vertíð
stóð. Þá fólk lá við grasatekjur, var hlaðið upp grjót-
byrgi og tjaldað yfir með brekánum, ábreiðum og
pokum. Sumir höfðu tjöld. Var þá opt fjörugt i því
veri. Svo voru grösin þurkuð og troðin í stóra poka,
er voru ofnir úr hrosshári og kallaðir hærupokar.
Menntun var lítil; flestir kunnu að skrifa, sumir
vel, eptir upplagi mannsins og handlægni. En fáir
kunnu að reikna. Börn lærðu lærdómskverið og sakra-
menntisbænirnar. Prestar húsvitjuðu á hverjum vetri,
lika spurSu þeir börnin í kirkjunni, áður en sunginn
var útgöngusálmurinn, og stóðu börnin í framkirkj-
unni, inn og fram gólfið, barn við hvern bekk.
Rúmfatnaður var hjá fólki: undirsængur úr striga
og boldangi, segldúksstriga og vaSmálum, rekkjuvoð-
ir úr ullarvaðmálum hvítum, og þar ofan á ýmist
ábreiða eða brekán, allt ofið í vefstól, allavega mis-
litt. Sumir höfðu teppi úr sama, en allt úr ull, og
þótti skrautlegt. Var koddinn opt úr sama, og sæng-
in. Höfðu sumir lítinn kodda ofan á hinum, er menn
kölluðu svæfil. Sumir höfðu kodda úr eltu sauðskinni,
og þótti það gott. í sængur og kodda var mest haft
fuglafiSur eða barnamosi, er var tekinn úr jörðu.
Sumir höfðu æðardún eða kofu, og var það hlýtt.
Klæðnaður fólks: Nærföt voru úr ullarvaðmálum,